
Fagkaup ehf
Fagkaup veitir byggingar-, iðnaðar- og veitumarkaði virðisaukandi þjónustu.
Innan Fagkaupa eru verslunar- og þjónustufyrirtækin Johan Rönning, Sindri, Vatn og veitur, S. Guðjónsson, Varma og Vélarverk, K.H. vinnuföt, Áltak, Fossberg og Hagblikk. Rúmlega þrjúhundruð starfsmenn starfa hjá Fagkaupum í fjölbreyttum störfum ólíkra starfsstöðva og fyrirtækja.
Fagkaup starfrækir vottað jafnlaunakerfi og hefur skuldbundið sig til að greiða jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Auk þess hefur Fagkaup hlotið vottun skv. ISO 9001 gæðastaðlinum.
Eitt af lykilmarkmiðunum er að fara fram úr væntingum viðskiptavina. Til að ná þeim markmiðum er hæft starfsfólk mikilvægur partur í daglegum störfum Fagkaupa.
Í Mannauðsstefnu Fagkaupa er lögð áhersla á tækifæri til starfsþróunnar og vaxtar í starfi með öflugu fræðslustarfi og fjölbreyttum störfum innan fyrirtækisins.
Unnið er að jákvæðu, hvetjandi og öruggu starfsumhverfi þar sem heilsutengdar forvarnir skapa góðan vinnustað með vellíðan starfsfólks að leiðarsljósi.

Fagkaup óskar eftir sérfræðingi í viðburðahaldi
Fagkaup leitar að metnaðarfullum og skipulögðum sérfræðingi í viðburðum sem vill taka þátt í að móta og framkvæma faglega og metnaðarfulla viðburði á vegum félagsins.
Um að ræða tímabundna ráðningu frá og með maí 2026 til og með júlí 2027. Starfið er fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt og hentar ábyrgðarfullum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á skipulagi, samskiptum og viðburðarhaldi.
Sótt er um starfið í gegnum alfred.is og á heimasíðu Fagkaupa, undir laus störf.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipulagning, undirbúningur og framkvæmd viðburða
- Tryggja vandaða og faglega umgjörð viðburða, þar með talið tækni, hönnun, dagskrá og þjónustu við þátttakendur
- Náin samskipti með öðrum deildum, birgjum og öðrum samstarfsaðilum til að hámarka árangur viðburða varðandi ásýnd og hughrif í takt við stefnu félagsins
- Halda utan um viðburðadagatöl og tryggja að allar tímasetningar og verkefni séu í samræmi við markaðsáætlanir
- Markaðs- og kynningartengd verkefni í tengslum við viðburði
- Þróun og umbætur á viðburðum til framtíðar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af skipulagningu viðburða eða sambærilegu starfi
- Framúrskarandi skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð samskiptahæfni og þjónustulund
- Hæfni til að vinna undir álagi og sinna mörgum verkefnum í einu
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Menntun sem nýtist í starfi
Fríðindi í starfi
- Líkamsræktarstyrkur
- Samgöngustyrkur til umhverfisvænna ferðamáta
- Niðurgreiddur hádegismatur
Að auki bjóðum við:
- Góðan vinnustað þar sem lögð er rækt við vellíðan og vöxt starfsfólks
- Frábæra vinnufélaga og góðan starfsanda
- Árlega heilsufarsskoðun og heilsueflingu
- Afsláttarkjör af vörum félagsins
- Sveigjanlegt starfsumhverfi
- Ýmsa viðburði á vegum fyrirtækisins ásamt virku starfsmannafélagi
Advertisement published12. January 2026
Application deadline30. January 2026
Language skills
IcelandicRequired
EnglishRequired
Location
Smiðjuvegur 11, 200 Kópavogur
Klettagarðar 25, 104 Reykjavík
Type of work
Skills
ConscientiousPlanningTeam workMeticulousness
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Starf í bókhaldi í deild fjármála
Skatturinn

Starfsmaður í leigumiðlun og markaðsmálum
Ívera ehf.

Bókari
Álfaborg ehf

Sumarstörf 2026
Verkís

Bókhald - Laun - Fjármál
Rafkaup

Aðalbókari
Pósturinn

Fyrirtækjaráðgjafi trygginga á Akureyri
Arion banki

Prófdómari í bóklegum ökuprófum á höfuðborgarsvæðinu
Frumherji hf

Lækning - hlutastarf í móttöku og símsvörun
Lækning

We are hiring - Various positions within our Rooms Department
The Reykjavik EDITION

Sumarstörf 2026 - Ritara- og skrifstofustörf
Landspítali

Verkefnisstjóri grunnnáms
Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands