Skatturinn
Skatturinn

Starf í bókhaldi í deild fjármála

Skatturinn leitar að áhugasömum aðila til að starfa með öflugum hópi starfsfólks á mannauðs- og fjármálasviði í höfuðstöðvum Skattsins í Katrínartúni í Reykjavík. Deild fjármála heyrir undir mannauðs- og fjármálasvið sem er stoðsvið sem ber ábyrgð á fjármálum, rekstri og mannauðsmálum stofnunarinnar og styður stjórnendur og starfsfólk við að ná markmiðum hennar með skilvirkri stjórnsýslu.

Gildi Skattsins eru fagmennska, framsækni og samvinna.

Helstu verkefni og ábyrgð

Um fjölbreytt verkefni er að ræða á sviði bókhalds, afstemminga, uppgjörs og upplýsingagjafar til stjórnenda.  

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun á sviði bókhalds eða viðskipta. Háskólapróf og/eða viðurkenning sem bókari er kostur.
  • Haldbær reynsla af færslu bókhalds. Reynsla af bókhaldskerfi í Orra (bókhaldskerfi ríkisins) er kostur
  • Góð greiningarhæfni og færni í miðlun upplýsinga
  • Gott vald á íslensku  í töluðu og rituðu máli
  • Skipulögð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð
  • Rík þjónustulund, jákvæðni og góðir samskiptahæfileikar.
  • Hreint sakavottorð.
Advertisement published8. January 2026
Application deadline19. January 2026
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Katrínartún 6
Type of work
Professions
Job Tags