
Múrbúðin ehf.
Múrbúðin var stofnuð árið 2002 og hefur frá upphafi boðið uppá múrvörur og aðrar byggingarvörur á hagstæðu verði.
Stefna Múrbúðarinnar er að bjóða gæða vörur á góðu verði fyrir alla, alltaf. Sá árangur hefur náðst með hagkvæmum innkaupum, lítilli yfirbygginu, lágri álagningu og góðu starfsfólki.
Viðskiptavinir geta alltaf gengið að gæðum, góðu verði og góðri þjónustu sem vísu hjá Múrbúðinni.
Útsölustaðir Múrbúðarinnar eru að Kletthálsi 7 í Reykjavík, Selhellu 6 í Hafnarfirði og Fuglavík 18 Reykjanesbæ.
Múrbúðin býður upp á mikið úrval af byggingavörum t.d. múrefni, gólfefni, hreinlætistæki, málningu, verkfæri og aðrar byggingavörur. Múrbúðin er með rótgróin viðskiptasambönd við þekkta Evrópska framleiðendur á borð við Weber, Bostik, Murexin, BASF og Ceravid svo einhverjir séu nefndir.
Múrbúðin - Gott verð fyrir alla - Alltaf!

Ert þú öflugur liðsfélagi í Múrbúðina Kletthálsi 7?
Við leitum að öflugum liðsfélaga í Múrbúðina Kletthálsi 7
Ertu handlagin(n), lausnamiðuð(aður) og hefur gaman af kraftmiklu vinnuumhverfi? Viltu vera hluti af lifandi verslun sem þjónustar fagmenn og einstaklinga á öllum stigum framkvæmda?
Við hjá Múrbúðinni leitum að öflugum liðsfélaga í fjölbreytt og krefjandi starf í verslun okkar á Kletthálsi 7, 110 Reykjavík. Við leitum að aðila sem tekur af skarið, getur hlaupið hratt ef þarf – og vill gera hlutina vel. Um framtíðarstarf er að ræða.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Aðstoða viðskiptavini í verslun og afgreiðsla á kassa
- Kynning á vörum og eiginleikum þeirra og hvernig þær nýtast til að leysa vandamál viðskiptavina
- Móttaka vöru, frágangur og uppröðun í hillur
- Umsjón með vörumerkingum og uppröðun í búð
- Þátttaka í umbótum og nýsköpun innan verslunar
- Sjá til þess að verslunin sé alltaf snyrtileg
Menntunar- og hæfniskröfur
- Er drífandi og sjálfstæð(ur) – nennir ekki að bíða eftir fyrirmælum
- Hefur góða samskiptahæfni og þjónustulund og hefur gaman af því að selja skemmtilegar vörur
- Nýtur þess að vinna í teymi og vera „með í öllu“
- Hefur grunnþekkingu á byggingarvörum og verkfærum – eða er viljug(ur) til að læra
- Er líkamlega hraust(ur) og ekki hrædd(ur) við að lyfta eða hreyfa hluti
- Er skipulög/skipulagður og vill hafa hlutina í röð og reglu
- Stundvís og áreiðanleg(ur)
- Iðnmenntun er kostur
- Lyftarapróf er kostur
Advertisement published6. July 2025
Application deadline20. July 2025
Language skills

Required

Required
Location
Klettháls 7, 110 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

VERSLUNARSTARF Í SIX SMÁRALIND
Six

Vaktstjóri í Fiskverslun, Möguleiki á fullt starf
Fiskur og félagar ehf.

Gólflagningar - Höfuðborgarsvæði
Gólflagningar

Gólflagningar - Akureyri
Gólflagningar

Vaktstjóri í 100% starf - Shift leader full time
Brauð & co.

Þjónusta í apóteki - Mjódd
Apótekarinn

Starfsmaður í mjólkurdeild - Krónan Grafarholti (100%)
Krónan

Þjónustufulltrúi í langtímaleigudeild í Reykjavík
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar

Við leitum að frábærum liðsauka í útkeyrslu og á lager
Stilling

Sölu- og þjónustufulltrúi - Þjónustuver
Sýn

Lagerstarfsmaður óskast
Íslenska gámafélagið

Sölu-/Þjónustufulltrúi Kerfi Fyrirtækjaþjónusta
Kerfi Fyrirtækjaþjónusta