
Múrbúðin ehf.
Múrbúðin var stofnuð árið 2002 og hefur frá upphafi boðið uppá múrvörur og aðrar byggingarvörur á hagstæðu verði.
Stefna Múrbúðarinnar er að bjóða gæða vörur á góðu verði fyrir alla, alltaf. Sá árangur hefur náðst með hagkvæmum innkaupum, lítilli yfirbygginu, lágri álagningu og góðu starfsfólki.
Viðskiptavinir geta alltaf gengið að gæðum, góðu verði og góðri þjónustu sem vísu hjá Múrbúðinni.
Útsölustaðir Múrbúðarinnar eru að Kletthálsi 7 í Reykjavík, Selhellu 6 í Hafnarfirði og Fuglavík 18 Reykjanesbæ.
Múrbúðin býður upp á mikið úrval af byggingavörum t.d. múrefni, gólfefni, hreinlætistæki, málningu, verkfæri og aðrar byggingavörur. Múrbúðin er með rótgróin viðskiptasambönd við þekkta Evrópska framleiðendur á borð við Weber, Bostik, Murexin, BASF og Ceravid svo einhverjir séu nefndir.
Múrbúðin - Gott verð fyrir alla - Alltaf!

Vef- og markaðsstjóri Múrbúðarinnar
Múrbúðin leitar að drífandi og lausnamiðuðum vef- og markaðsstjóra sem getur tekið stafræna ásýnd og vefverslun okkar á næsta stig. Þetta er fjölbreytt og spennandi starf fyrir einstakling með ástríðu fyrir vefhönnun, markaðssetningu og upplifun viðskiptavina.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð og umsjón með vefverslun og söluárangri hennar
- Leiða markaðsstarf fyrirtækisins, móta stefnu og innleiða hana
- Viðhald heimasíðu, leitarvélabestun (SEO), og umbætur á upplifun notenda
- Gerð og framkvæmd markaðsherferða (rafrænt og í raunheimum)
- Uppfærslur samfélagsmiðlar, fréttabréfa og gerð kynnigarefnis
- Samstarf við verslunarstjóra um vöruframboð og heildar upplifun viðskiptavina.
- Stuðningur við innkaupastjóra og þátttaka í uppbyggingu vöruframboðs
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af rekstri vefverslunar (WordPress/WooCommerce)
- Brennandi áhugi að ná árangri
- Þekking á stafrænni markaðssetningu, Google Ads og samfélagsmiðlum
- Frumkvæði, nákvæmni og metnaður
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Góða ritfærni á íslensku
- Færni í myndvinnslu er kostur
Advertisement published5. July 2025
Application deadline27. July 2025
Language skills

Required

Required
Location
Klettháls 7, 110 Reykjavík
Type of work
Skills
AdWordsEmail marketingFacebookGoogleGoogle AnalyticsCreativityInstagramOnline marketingPhotoShopWebsite buildingWebsite managementWordPress
Work environment
Professions
Job Tags