Samkeppniseftirlitið
Samkeppniseftirlitið
Samkeppniseftirlitið

Ert þú öflugur hagfræðingur sem vilt stuðla að heilbrigðu samkeppnisumhverfi?

Samkeppniseftirlitið leitar eftir hæfileikaríkum og metnaðarfullum hagfræðingi með brennandi áhuga á samkeppnismálum og greiningarvinnu. Við leitum að einstaklingi í starf sérfræðings sem vill efla virka samkeppni á Íslandi og hafa jákvæð áhrif á þróun atvinnulífsins.

Í starfi þínu munt þú vinna náið með aðalhagfræðingi, teymisstjórum og sérfræðingum stofnunarinnar. Verkefnin eru fjölbreytt, krefjandi og hafa bein áhrif á ákvarðanir sem skipta máli fyrir neytendur og fyrirtæki.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Söfnun og greining gagna, m.a. tölfræðileg úrvinnsla og hagfræðilegar greiningar
  • Mótun og skrif ákvarðana, skýrslna og stefnumótandi greininga
  • Miðlun hagfræðilegrar þekkingar til samstarfsfólks og stjórnvalda
  • Samskipti við fyrirtæki, opinberar stofnanir, hagsmunaaðila og erlenda samstarfsaðila
  • Þróun og innleiðing nýrra greiningaraðferða
  • Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi, m.a. á vettvangi EES og ESB
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistarapróf í hagfræði eða skyldum greinum (doktorsgráða er kostur)
  • Framúrskarandi færni í gagnagreiningu og góð greiningarhæfni
  • Þekking á atvinnuvegahagfræði og/eða samkeppnismálum er kostur
  • Framúrskarandi hæfni til að miðla flóknum atriðum á skýran hátt, bæði á íslensku og ensku
  • Góð samskiptafærni og hæfni til að vinna undir álagi
  • Frumkvæði, sjálfstæði og fagleg vinnubrögð
Advertisement published20. August 2025
Application deadline3. September 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Borgartún 26, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags