

Deildarstjóri verkefna í Kvíslarskóla
Viltu vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur saman að því að mæta ólíkum einstaklingum í krefjandi verkefnum? Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi Kvíslarskóla í Mosfellsbæ. Kvíslarskóli er unglingaskóli með 7.-10. bekk sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar.
Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Leyfisbréf kennara með áherslu á grunnskólastig
Framhaldsmenntun í stjórnun er æskileg sem og reynsla af stjórnun
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
Hugmyndaauðgi, jákvæðni og sveigjanleiki
Áhugi á starfsþróun, nýjum og fjölbreyttum áherslum í skólastarfi
Þekking og reynsla af Vinnustund, Leiðsagnarnámi, Uppbyggingarstefnunni og innra mati skóla










