Leikskólinn Sunnufold
Leikskólinn Sunnufold
Leikskólinn Sunnufold

Deildastjóri í Sunnufold

Við leitum að kraftmiklum og skapandi kennara sem er tilbúinn að koma með okkur í spennandi vegferð í Sunnufold. Við erum í skemmtilegri framþróun og viljum fá til liðs við okkur öflugan liðsmann í stjórnendateymi okkar. Halda gleðinni á lofti og styrkja trú barnanna á eigin getu svo þau verði reiðubúin að takast á við frekara nám á næsta skólastigi.

Í Sunnufold leggjum við mikið upp úr jákvæðu og skemmtilegu starfsumhverfi þar sem liðsheild einkennir starfsmannahópinn okkar. Við trúum því að ánægja og vellíðan sé forsenda þess að blómstra, hvort sem það er í leik og námi barna eða í starfi fullorðinna. Leikskólinn er fimm deilda og með tvær starfsstöðvar í Foldunum - Frosta og Loga. Við njótum okkar í náttúru garðanna okkar auk þess sem við nýtum okkur það fallega umhverfi sem Grafarvogurinn býður upp á. Við erum sterkur hluti af samfélagi okkar og erum í góðu samstarfi skólana og frístundastarfið í hverfinu.

Advertisement published7. August 2025
Application deadline19. August 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Frostafold 33, 112 Reykjavík
Logafold 18, 112 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags