Do you want to translate non-english job information to English?

Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili er stofnun í eigu Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar.
Höfði var tekin í notkun í tveimur áföngum. Sá fyrri 2.febrúar 1978 en sá síðari á árunum 1990-1992. Á heimilinu búa nú 73 íbúar í hjúkrunarrýmum , auk þess er tvö hvíldar- og skammtímarými á Höfða. Á heimilinu eru einstaklingsíbúðir, hjónaíbúðir og tvískiptar hjúkrunaríbúðir.
Í hinu sameiginlega rými hússins er m.a. eldhús, matsalur, samkomusalur, herbergi fyrir starfs- og sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, hárgreiðslu, fótsnyrtingu, verslun, þvottahús og endurhæfingarrými. Þá er sérstakt rými fyrir dagvistun og skrifstofur. Tvær lyftur eru í húsinu og neyðarkallkerfi úr öllum íbúðum og vistarverum. Ágætt útivistarsvæði er við Höfða; stór lóð með göngustígum, púttvelli og petanqe velli. Setbekkir eru næst heimilinu ásamt bílastæðum. Útsýni frá Höfða er mjög fallegt hvert sem litið . Gott er að fara í gönguferðir á Sólmundarhöfða, niður á Langasand eða upp í skógræktarsvæði Akurnesinga. Fyrir utan dvalarheimlið stendur listaverkið „Grettistak“ eftir Magnús Tómasson.

Deildarstjóri iðjuþjálfunar
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfði á Akranesi auglýsir stöðu deildarstjóra iðjuþjálfunar lausa til umsóknar.
Á Höfða eru 75 hjúkrunarrými auk þess sem þar er rekin dagdvöl með 25 rýmum. Í sameiginlegu rými hússins er m.a. eldhús, matsalur, samkomusalur, starfs- og sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og önnur þjónusta. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Höfða www.dvalarheimili.is.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Innleiðing á stefnum, verklagi og vinnubrögðum, ásamt eftirfylgni.
- Stýring og þátttaka í verkefnum og umbótum innan einingar og þvert á fagsvið.
- Almenn umsjón og rekstur iðjuþjálfunardeildar.
- Iðjuþjálfun með það að markmiði að auka lífsgæði þjónustuþega.
- Endurhæfing, mat og þjálfun þjónustuþega.
- Umsjón með RAI mati iðjuþjálfunar.
- Ráðgjöf og fræðsla til starfsfólks, þjónustuþega og aðstandenda.
- Önnu verkefni sem heyra undir iðjuþjálfun.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Iðjuþjálfi með viðurkennt starfsleyfi.
- Starfsreynsla af starfssviði iðjuþjálfunar er skilyrði – kostur ef frá hjúkrunarheimili.
- Reynsla af stjórnun eða verkefnastýringu er kostur.
- Þekking á RAI mati er kostur.
- Áhugi/reynsla af vinnu með fólki með færniskerðingu af ýmsum toga.
- Lögð er áhersla á faglegan metnað, drifkraft og sjálfstæð vinnubrögð.
- Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar.
Advertisement published23. June 2025
Application deadline9. July 2025
Language skills

Required
Location
Sólmundarhöfði 5, 300 Akranes
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)
2 d

Forvarnaráðgjafi
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður
2 d

Deildarstjóri á heimili fyrir fatlað fólk - Steinahlíð
Hafnarfjarðarbær
2 d

Iðjuþjálfi
Heilsuvernd Hjúkrunarheimili
3 d

Viðskiptastjóri í hjálpartækjadeild
Stoð
4 d

Leikskólakennari/leiðbeinandi í Urriðaból
Heilsuleikskólinn Urriðaból I
4 d

Háskólamenntaður starfsmaður óskast í sérskóla í ágúst
Arnarskóli
5 d

Stuðningsfulltrúi í Arnarskóla – Sérhæfður stuðningur fyrir nemendur með mikla stuðningsþörf
Arnarskóli
8 d

Iðjuþjálfi eða annar fagaðili í ráðgjafarteymi fullorðinna
Velferðarsvið Kópavogsbæjar
10 d

Leiðbeinandi - viltu hjálpa fólki að losna við verki?
OsteoStrong
11 d

Lundarskóli: Deildarstjóri stoðþjónustu
Akureyri
13 d

Iðjuþjálfi - Skjól hjúkrunarheimili og Maríuhús dagþjálfun
Skjól hjúkrunarheimili
19 d

Velferðarsvið: Deildarstjóri í Stoðþjónustu Akureyrarbæjar
Akureyri
Would you like some cookies?
We use cookies to analyse web traffic and improve your browsing experience.