Barnaskóli Kársness
Barnaskóli Kársness
Barnaskóli Kársness

Deildarstjóri í leikskóladeild í Barnaskóla Kársness

Barnaskóli Kársness er nýr skóli sem hýsir fjögurra deilda leikskóla og yngsta stig grunnskóla ásamt frístund. Skólabyggingin er öll hin glæsilegasta sem skapar spennandi tækifæri í skólastarfi fyrir um 60-80 leikskólabörn og um 300 nemendur í 1.-4. bekk.

Athygli er vakin á því að Kópavogsbær hefur nýlega samþykkt 6 tíma gjaldfrjálsan leikskóla ásamt auknum sveigjanleika og takmörkunum í opnunartíma leikskóla í dymbilbiku, milli jóla og nýars og vetrarfríum. Hér má sjá meira um það Sex tíma gjaldfrjáls leikskóli og aukinn sveigjanleiki | Kópavogsbær (kopavogur.is)

Starfshlutfall er 100%. Um ótímabundna ráðningu er að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni.
  • Ber ábyrgð á og stýrir deildarfundum og skipuleggur undirbúningstíma starfsfólks deildarinnar.
  • Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna deildarinnar.
  • Tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn og umönnun eftir þörfum.
  • Skipuleggur samvinnu við foreldra barnanna á deildinni t.d. aðlögun, dagleg samskipti og foreldraviðtöl.
  • Sinnir þeim verkefnum er varða uppeldi og menntun barnannna og stjórnun deildarinnar sem yfirmaður felur honum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennararmenntun og leyfisbréf kennara eða önnur uppeldismenntun.
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum æskileg
  • Reynsla af stjórnun æskileg.
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi.
  • Jákvæðni og góð samskiptahæfni
  • Góð íslenskukunátta.
Advertisement published15. September 2025
Application deadline29. September 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Skólagerði 1, 200 Kópavogur
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags