
Deildarstjóri fræðslu- og frístundamála Fjallabyggðar
Velferðarsvið Fjallabyggðar óskar eftir öflugum og skapandi leiðtoga í starf deildarstjóra fræðslu- og frístundamála. Í sveitarfélaginu eru tveir leikskólar, tveir grunnskólar og tveir tónlistarskólar. Velferðarsvið er samþætt þjónustueining og undir það heyrir félags-, frístunda- og fræðsluþjónusta.
Starfið felur í sér umsjón með framkvæmd laga um fræðslu- og frístundamál sem og önnur verkefni sem tilheyra málaflokkunum og sveitarstjórn hefur samþykkt.
Næsti yfirmaður deildarstjóra er sviðsstjóri velferðarsviðs.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Daglegt utanumhald með starfsemi fræðslu – og frístundadeildar.
- Aðkoma að gerð fjárhagsáætlana í samvinnu við sviðsstjóra
- Eftirfylgni með lögum og reglugerðum um leik-, grunn- og tónlistaskóla.
- Samskipti og samstarf með skólastjóra grunnskóla og leikskóla varðandi málefni skólanna.
- Eftirlit og umsjón með aðbúnaði, skipulagi og árangri skólastarfs í samvinnu við skólastjórnendur.
- Ráðgjöf og þátttaka í stefnumótun og eftirfylgni stefnumótunar
- Tekur þátt í uppbyggingu og skipulagningu verkefna sem heyra undir málaflokkinn
- Umsjón með Frístund, frístundastarfi fyrir 1. – 4. bekk í samstarfi við grunnskólann, íþróttafélög og tónlistarskólann
- Umsjón með félagsmiðstöðinni Neon
- Samstarf og samskipti við íþróttafélög varðandi frístundastarf barna og unglinga
- Ýmis önnur verkefni og samstarf til samræmis við þjónustumarkmið
- Teymisvinna þvert á deildir og stofnanir sveitarfélagsins.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Þekking og reynsla í opinberri stjórnsýslu er æskileg.
- Þekking á sviði leik- og grunnskóla
- Leiðtogahæfni og góð færni í mannlegum samskiptum.
- Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku.
- Metnaður til að ná árangri í starfi
Advertisement published17. November 2025
Application deadline15. December 2025
Language skills
IcelandicRequired
Location
Gránugata 24, 580 Siglufjörður
Type of work
Skills
LeadershipHuman relationsAmbitionPublic administrationIndependencePlanning
Professions
Job Tags
Similar jobs (7)

Deildarstjóri
Barna- og fjölskyldustofa

Deildarstjóri - Leikskólinn Ársalir
Sveitarfélagið Skagafjörður

Teymisstjóri í barnavernd og farsældarþjónustu
Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu

Deildarstjóri í búsetukjarna Rökkvatjörn 3
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Þjóðgarðsvörður á suðaustursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs
Náttúruverndarstofnun

Deildarstjóri hag- og áætlunardeildar
Mosfellsbær

Deildarstjóri Rauða krossins í Eyjafirði
Rauði krossinn við Eyjafjörð