Breiðholtsskóli
Breiðholtsskóli

Deildarstjóri eldra stigs

Laus er til umsóknar staða deildarstjóra eldrastigs við Breiðholtsskóla í 100% starfshlutfalli frá og með 1. desember 2025.

Breiðholtsskóli er staðsettur í hjarta Bakkahverfisins, með allt sem þarf fyrir gott og farsælt skólastarf: áhugasama nemendur, hlýlegan starfsanda og góða aðstöðu fyrir öflugt skólastarf.

Í skólanum er lögð áhersla á árangur fyrir alla nemendur og einkunnarorðin ábyrgð, traust og tillitssemi eru leiðarljós í daglegu starfi skólans. Við leggjum áherslu á skemmtilegt starf í öruggu umhverfi, upplýsingatækni, sköpun og heilsueflingu.

Við sem hér störfum erum stolt af skólanum okkar sem státar af fjölmenningarlegu samfélagi nemenda, foreldra og starfsmanna. Í skólanum er mikil fagþekking og spennandi gróska í kennslu íslensku sem annars máls sem er leidd áfram af framúrskarandi kennurum.

Við leitum að einstaklingi sem hefur reynslu, þekkingu og trú á hugmyndafræði um skóla án aðgreiningar. Starfið felst í því að stýra og móta starfið í 6. -10. bekk í samstarfi við annað starfsfólk.

Umsókn fylgi ferilskrá, menntunargögn og annað er málið varðar.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

·       Deildarstjóri er hluti af stjórnunarteymi skólans, stýrir daglegri starfsemi eldra stigs og ákveðnum viðburðum í skólanum.

·       Leiðtogi og þátttakandi í faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi í takti við stefnu skólans og Aðalnámskrá grunnskóla.

·       Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagfólk innan skóla og utan.

Menntunar- og hæfniskröfur

·       Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.

·       Viðbótarmenntun á sviði stjórnunar eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi.

·       Stjórnunarreynsla úr grunnskóla og/eða reynsla af kennslu og vinnu með nemendum á mið- og unglingastigi.

·       Hæfni og reynsla við að veita faglega forystu í skólaþróunarverkefnum.

·       Afburðarhæfni í samskiptum og samvinnu.

·       Frumkvæði, sveigjanleiki og faglegur metnaður.

·       Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.

·         Góð tölvu- og tæknikunnátta.

·         Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti (C2)

·         Hreint sakavottorð.

 

Advertisement published10. October 2025
Application deadline24. October 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Arnarbakki 1-3, 109 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags