
Barna og fjölskyldustofa
Barna- og fjölskyldustofa er leiðandi í þjónustu í þágu farsældar barna. Hjá stofnuninni starfa um 150 manns í fjölbreyttum störfum á starfsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu, á Hellu og í Eyjafjarðarsveit. Stofnunin heyrir undir Barna- og menntamálaráðuneytið.
Meginverkefni Barna- og fjölskyldustofu er að veita fræðslu, ráðgjöf og handleiðslu á sviði barnaverndar og samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna.
Stofnunin leggur mat á væntanlega fósturforeldra, heldur fósturforeldranámskeið ásamt því að veita fósturforeldrum ráðgjöf og stuðning.
Veitir börnum, innan barnaverndar, þjónustu sem lýtur að sérhæfðum meðferðarúrræðum (Stuðlar, Lækjarbakki og Bjargey), fjölkerfameðferð MST og starfsemi Barnahúss.
Auk þess leggur stofan áherslu á fræðilegar rannsóknir og stuðning við þróunar- og rannsóknarstarf ásamt uppsetningu og innleiðingu á samræmdum gagnagrunni í barnavernd á landsvísu.
Meginmarkmið Barna- og fjölskyldustofu:
• Veita framúrskarandi þjónustu í þágu farsældar barna með áherslu á gæðaþróun og stafrænar lausnir.
• Vera í fararbroddi í fræðslu og leiðsögn við þá sem veita börnum og fjölskyldum þjónustu.
• Veita fjölbreytt og sérhæfð úrræði fyrir börn byggð á gagnreyndum aðferðum.
• Stofnunin búi yfir fjölbreyttum starfshóp sem er faglegur og kraftmikill.
Deildarstjóri á stuðningsheimilinu Blönduhlíð
Vilt þú taka þátt í krefjandi og gefandi starfi með unglingum? Barna- og fjölskyldustofa leitar að framsæknum leiðtoga í stöðu deildarstjóra á stuðningsheimilið Blönduhlíð. Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu á málefnum barna og ungmenna. Starfið heyrir undir forstöðumann Blönduhlíðar. Um er að ræða 100% stöðu í dagvinnu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á starfsemi og stjórnun deildar í samstarfi við forstöðumann.
- Halda utan um daglegt og faglegt starf.
- Samstarf við meðferðarteymi Barna- og fjölskyldustofu varðandi eftirfylgd.
- Ábyrgð á að framfylgja eftirfylgdaráætlun og hafa yfirsýn yfir stöðu skjólstæðinga og meðferðarmarkmið þeirra.
- Samskipti við samstarfsaðila og forsjáraðila barna á heimilinu.
- Stuðningur við starfsfólk, skipulag vakta og umsjón með tímaskráningarkerfi.
- Þátttaka í stefnumótun innan meðferðarsviðs stofnunarinnar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- BA/BS próf sem nýtist í starfi.
- Viðbótarmenntun sem nýtist í starfi kostur.
- Reynsla af störfum með unglingum með alvarlegan hegðunarvanda og/eða vímuefnavanda og fjölskyldum þeirra.
- Reynsla af vaktaskipulagningu og skráningu í vaktaáætlana- og tímaskráningarkerfi kostur.
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Skipulagshæfileikar og geta til að hafa yfirsýn og umsjón með verkefnum.
- Góð íslensku og ensku kunnátta í mæltu og rituðu máli, önnur tungumálakunnátta er kostur.
Fríðindi í starfi
- 36 klst. vinnuvika
- Íþróttastyrkur
- Samgöngustyrkur
Advertisement published20. March 2025
Application deadline31. March 2025
Language skills

Required
Location
Stórhöfði 45, 110 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags