
Reykjanesbær
Reykjanesbær er fjölskylduvænn bær sem þroskar og nærir hæfileika allra í gegnum öflugt skóla-, íþrótta-, og menningarstarf. Íbúar sinna fjölbreyttum störfum í vistvænu fjölmenningarsamfélagi sem einkennist af framsækni, eldmóði og virðingu.
Reykjanesbær hefur að markmiði að hafa ávallt á að skipa hæfum og
ánægðum starfsmönnum sem geta sýnt frumkvæði í störfum sínum og veitt bæjarbúum framúrskarandi þjónustu. Það er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda sveitarfélagsins að veita bæjarbúum sem allra besta þjónustu og sú samvinna byggir á gagnkvæmu trausti og virðingu fyrir ólíkum
sjónarmiðum.

Bókasafn Reykjanesbæjar - Vaktstjóri
Bókasafn Reykjanesbæjar auglýsir eftir vaktstjóra í 100% stöðu í útlánadeild. Starfið er fjölbreytt og krefst mjög góðra samskipta- og skipulagshæfileika. Starfsmaður mun vinna þvert á söfnin innan bókasafnsins. Vinnutími er fjölbreyttur og felur í sér morgun- og helgarvaktir ásamt einstaka síðdegisvöktum.
Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vaktaskipulag – sjá um að vaktir séu alltaf mannaðar
- Ber ábyrgð á og sér um tölvupóst aðalsafns
- Ber ábyrgð á og sér um innheimtumál safnanna
- Að stýra öðrum starfsmönnum deildarinnar á vaktinni hverju sinni í samráði við forstöðumann
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf eða hliðstæð menntun og/eða starfsreynsla á bókasafni
- Góð almenn þekking, áhugi á lestri og bókmenntum
- Góð tölvukunnátta
- Metnaður, frumkvæði, hugmyndaauðgi og færni til að vinna í hópi
- Góð færni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki
- Sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfileikar
- Góð íslenskukunnátta og gott vald á ensku
- Þjónustulipurð og jákvæðni
Fríðindi í starfi
- Bókasafnskort
- Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
- Gjaldfrjáls aðgangur í sund
- Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
Advertisement published25. August 2025
Application deadline8. September 2025
Language skills

Required

Required
Location
Hjallavegur 2, 260 Reykjanesbær
Type of work
Skills
Tech-savvyPositivityHuman relationsPhone communicationEmail communicationConscientiousIndependencePunctualFlexibilityCustomer service
Professions
Job Tags
Other jobs (3)
Similar jobs (12)

Öflugir vaktstjórar á höfuðborgarsvæðinu - Krónan
Krónan

Vaktstjóri í fullt starf - Krónan Reykjanesbæ
Krónan

Vaktstjóri í Olís Garðabæ
Olís ehf.

Icelandic Speaking Support Associate
Wolt

BK kjúklingur leitar að vaktstjóra og auka fólki
BK ehf.

Afskekkt - Gæðamatsmaður auglýsinga - Íslenskumælandi
TELUS Digital

Olís Dalvík leitar af kraftmiklum vaktstjóra frá og með 1. september
Olís ehf.

Rekstrarstjóri Rent-A-Party
Rent-A-Party

Vaktstjóri í fullt starf!
BAUHAUS slhf.

Vaktstjóri í hlutastarf!
BAUHAUS slhf.

Fullt Starf í Versluninni Sportís
Sportís ehf

Vaktstjóri í fullt starf - Krónan Skeifunni
Krónan