
Bílaumboðið Askja
Bílaumboðið Askja er framsækið þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á nýjum og notuðum bifreiðum frá Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart ásamt þjónustu og viðhaldi fyrir viðskiptavini Öskju, bæði til einstaklinga og fyrirtækja.
Við vitum að eitt mesta virði okkar felst í góðum mannauð.
Hjá Öskju starfar samheldin og fjölbreyttur hópur sem býr yfir brennandi áhuga í sínu fagi, framúrskarandi þjónustulund og metnaði til ná árangri. Askja býður upp á fyrirmyndaraðstöðu fyrir starfsfólk, eitt fullkomnasta bifreiðaverkstæði landsins, glæsilega sýningarsali og varahlutaþjónustu.
Lögð er sérstök áhersla á að skapa menningu sem einkennist af gleði, samvinnu og sveigjanleika. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina með því að veita starfsfólki stuðning og skapa því umhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku og heiðarleika.
Askja er staðsett á Krókhálsi í þremur húsnæðum. Askja notaðir bílar eru á Krókhálsi 7 þar sem við bjóðum upp á úrval notaðra bíla frá öllum bílaframleiðendum. Sýningarsalur Mercedes-Benz og smart er á Krókhálsi 11 ásamt höfuðstöðvum Öskju og skrifstofu og svo sýningarsalur Kia og Honda á Krókhálsi 13.

Bifvélavirkjar - Askja Reykjanesbæ
Askja Reykjanesbæ sem er hluti af Bílaumboðinu Öskju óskar eftir færum bifvélavirkjum til starfa í nýrri starfsstöð í Reykjanesbæ. Í boði eru spennandi störf hjá öflugu þjónustufyrirtæki í fremstu röð.
Askja er sölu- og þjónustuumboð fyrir Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart. Hjá Öskju starfar vel þjálfaður og öflugur hópur starfsfólks, en virk þjálfun og endurmenntun starfsfólks er í samræmi við gæðastaðla birgja. Askja er dótturfélag Inchcape á Íslandi sem er hluti af alþjóðlega fyrirtækinu Inchcape Plc sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á bifreiðum og er skráð í kauphöllina í London. Inchcape er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði, starfar á 38 mörkuðum með yfir 16.000 starfsmenn og vinnur með stærstu bílaframleiðendum heims.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn viðhalds-og viðgerðarvinna
- Þjónustuskoðanir
- Bilanagreiningar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sveinspróf í bifvélavirkjun
- Reynsla af vinnu á verkstæði kostur
- Samstarfs- og samskiptahæfni
- Rík þjónustulund og jákvætt viðmót
- Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum og mikil skipulagshæfni
- Öguð, snögg og nákvæm vinnubrögð
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Almenn tölvukunnátta og geta til að tileinka sér tækninýjungar
- Ökuréttindi
Af hverju vinna með okkur?
- Vertu hluti af hratt vaxandi, alþjóðlegu fyrirtæki með þekkt bílamerki
- Starfaðu með stuðningsríku og samvinnuþýðu teymi sem leggur áherslu á nýsköpun, fjölbreytileika og faglegt vinnuumhverfi
- Tækifæri til að þróa feril þinn innan alþjóðlegs fyrirtækis
Advertisement published2. December 2025
Application deadline16. December 2025
Language skills
EnglishRequired
IcelandicRequired
Location
Njarðarbraut 11, 260 Reykjanesbær
Type of work
Skills
Driver's licenceConscientiousIndependencePlanningJourneyman licenseCustomer service
Professions
Job Tags
Other jobs (2)
Similar jobs (12)

Sérfræðingur á vinnuverndarsviði
Vinnueftirlitið

Vélvirki / Starfsmaður á verkstæði
Hringrás Endurvinnsla

Þrymur hf Vélsmiðja : Vélaviðgerðir og þjónusta.
Vélsmiðjan Þrymur HF

Verkstjóri á bílaverkstæði - Askja Reykjanesbæ
Bílaumboðið Askja

Looking for an automotive mechanic to join our team
Dekkjalíf ehf.

Bifvélavirki óskast
Bílhúsið ehf

Vélvirkjar með reynslu í skotbómulyfturum
N-Verkfæri ehf

Bifvélavirki / Mechanic
Lotus Car Rental ehf.

Bifvélavirki, skoðunarmaður
Aðalskoðun hf.

Starfsmaður í bifreiðaskoðun Reykjanesi
Frumherji hf

Starfsmaður í bifreiðaskoðun Höfuðborgarsvæði
Frumherji hf

Reynslumikill bifvélavirki óskast til starfa hjá Suzuki og Vatt
Suzuki og Vatt