

Aðstoðarverkstjóri | Assistant Supervisor
Við leitum eftir jákvæðum og metnaðarfullum aðstoðarverkstjórum til liðs við öfluga liðsheild Silicone framleiðsludeildar. Teymið samanstendur af rúmlega hundrað manns sem sinnir fjölbreyttum störfum við framleiðslu á hágæða sílíkonhulsum fyrir viðskiptavini okkar um allan heim. Sílíkonhulsan gegnir því lykilhlutverki að tengja notandann við gervifótinn. Aðstoðarverkstjórar sinna fjölbreyttum og metnaðarfullum verkefnum í samvinnu við verkstjóra. Unnið er á víxl á dag- og kvöldvöktum. Fjöldi vakta / vikna á hvorri vakt fyrir sig er samkomulagsatriði. Dagvakt er frá kl.7-15 mánudaga til föstudaga og kvöldvakt frá kl.15-23 sunnudaga til fimmtudaga.
-
Styðja við daglegan rekstur og skipulag verkefna
-
Umsjón á mönnun, þjálfun og eftirfylgni mannauðsmála í samráði við verkstjóra
-
Eftirfylgni framleiðslumarkmiða
-
Tryggja eftirfylgni öryggismála á starfsstöðvum deildarinnar
-
Þátttaka við þróun og innleiðingu framleiðsluferla
-
Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfirmann
-
Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
-
Afburðarhæfni í mannlegum samskiptum
-
Þekking á straumlínustjórnun (e. Lean)
-
Brennandi áhugi á framleiðslu
-
Reynsla af stjórnun er æskileg
-
Mjög góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
-
Frumkvæði, sveigjanleiki og sjálfstæð vinnubrögð
-
Líkamsræktarstyrkur
-
Samgöngustyrkur
-
Líkamsræktaraðstaða, hjólageymsla og golfhermir
-
Mötuneyti með fjölbreyttu úrvali af mat
-
Frí heilsufars-mæling og ráðgjöf
-
Árlegur sjálfboðaliðadagur
- Starfsþróun
-
Öflugt félagslíf

