Aðstoðarmenn óskast í Stykkishólmi sem fyrst.
Í Stykkishólmi býr ung kona sem stefnir á sjálfstæða búsetu í eign húsnæði og vantar núna sárlega aðstoðarkonur sem eru tilbúnar til að aðstoða hana við þessi stóru tímamót í lífi hennar, og þróa með okkur þjónustuna við hana til framtíðar.
Umsækjendur þurfa að framvísa sakavottorði og hafi gild ökuréttindi.
Hæfniskröfur
· Góð íslenskukunnátta er skilyrði
· Hæfni í mannlegum samskiptum
· Þolinmæði og umburðarlyndi
· Framtakssemi og sjálfstæði í vinnubrögðum
· Jákvæðni og vilji til að taka leiðsögn
· Sveigjanleiki og umburðarlyndi fyrir verkefnum dagsins
· Menntun og/eða reynsla af vinnu með fötluðum kostur en ekki skilyrði
Helstu verkefni
· Að efla þjónustuþega til sjálfstæðis í leik og starfi
· Styðja þjónustuþega við að lifa sjálfstæðu og innhaldsríku lífi