

Aðstoðarmanneskja í þvottahús rannsóknar
Við leitum að ábyrgum og nákvæmum aðila í þvottahús rannsóknarstofu. Gæðarannsóknardeild er hluti af gæðasviði Coripharma ehf og sér um mælingar á hráefnum sem notuð eru í lyfjaframleiðslu, sem og mælingar á framleiðsluvörum fyrirtækisins. Starfið felst aðallega í þvotti á rannsóknarvörum, tiltekt og frágangi. Einnig felur starfið í sér móttöku og utanumhald á birgðum rannsóknarefna ásamt eftirliti með og stillingum á rannsóknartækjum. Um er að ræða fjölbreytt og mikilvægt hlutverk í stuðningi við daglega starfsemi rannsóknarstofu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þvottur á rannsóknarvörum
- Fylla á birgðir á rannsóknarstofum
- Móttaka á vörum fyrir rannsóknarstofur
- Inn- og útskráning á rannsóknarefnum
- Eftirlit og stillingar á rannsóknartækjum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð tölvukunnátta
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Samskipta- og skipulagsfærni ásamt sjálfstæðum vinnubrögðum
- Þjálfað verður í sértækum verkefnum
Fríðindi
- Mötuneyti
Coripharma er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki með um 230 starfsmenn sem byggir á traustum grunni lyfjaþróunar og framleiðslu á Íslandi. Félagið sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og útflutningi samheitalyfja ásamt því að sinna verktökuframleiðslu fyrir önnur lyfjafyrirtæki. Frá því að félagið hóf starfsemi árið 2018 hefur það hafið framleiðslu á 22 lyfjum og er með 21 nýtt lyf í þróun. Nánari upplýsingar um Coripharma má finna á www.coripharma.is Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf, þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.













