

Aðstoðarmaður/sendill - Bílasöludeildir Suzuki og Vatt
Suzuki og Vatt leita að aðstoðarmanni í ýmsar erindagjörðir fyrir söludeildir Suzuki og Vatt. Framtíðarstarf.
Mikill kostur ef viðkomandi getur byrjað sem fyrst.
Vinnutími:
8:30 - 17:00 mán- fimmtud.
8:30 - 16:00 föstudögum.
Sækja og fara með nýja bíla í portið hjá Eimskip eftir þörfum.
Sjá um að halda utan um notaða bíla á söluplaninu þ.e.a.s að þeir séu rétt lagðir, skoðaðir, snyrtilegir og svfr. Söluplanið sé alltaf snyrtilegt og flott.
Sjá um að dekkjamál á notuðum og nýjum bílum sé alltaf í lagi, skipt um dekk sumar/vor og svo vetur og halda utan um það skjal sem fylgir því.
Ásamt öðrum tilfallandi verkefnum sem þarf í söludeildum Suzuki og Vatt.
Góð færni í íslensku í rituðu og töluðu máli.
Reynsla sem nýtist í starfi.
Frumkvæðni, jákvæðni, vandvirkni og sjálfstæð vinnubrögð.
Eiga gott með að vinna með öðrum.
Bílpróf og hreint sakavottorð er skilyrði.
Afsláttarkjör á nýjum og notuðum bílum.
Afsláttarkjör á vara- aukahlutum.
50% afsláttur á ársgjaldi í líkamsrækt.












