A4
A4
A4

A4 - Sumarstarf í vöruhúsi

Við hjá A4 óskum eftir að ráða ábyrgan og kraftmikinn einstakling í fullt starf í vöruhús okkar. Í vöruhúsinu starfar mjög samheldinn og góður hópur og vantar okkur nú inn auka liðsmann yfir sumartímann.

Vinnutíminn er frá 08:00 til 17:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 08:00 – 16:00 á föstudögum. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Helstu verkefni:

  • Vörumóttaka og skráning birgða
  • Tínsla og talningar
  • Útkeyrsla
  • Tiltekt og afhending vara
  • Önnur störf sem snúa að vöruhúsinu

Hæfniskröfur og persónulegir eiginleikar:

  • Reynsla af sambærilegu starfi æskileg
  • Meirapróf og lyftarapróf kostur
  • Samviskusemi, nákvæmni, vandvirkni og metnaður til að leggja sig fram
  • Rík þjónustulund
  • Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að vinna í hóp
  • Stundvísi, sveigjanleiki og rík ábyrgðartilfinning
  • Góð íslensku og enskukunnátta
  • Hreint sakavottorð 
  • Aldur 18 ára eða eldri.

Nánari upplýsingar um starfið veitir vöruhúsastjóri, Lárus Mikael, í gegnum netfangið [email protected].

Umsóknarfrestur er til og með 24 mars 2025.

A4 er framsækið fyrirtæki og leggur metnað sinn í að vera í fararbroddi á sviði húsgagna, skrifstofu-, skóla-, föndur- og hannyrðavara og leggur áherslu á góða og trausta þjónustu við viðskiptavini. Við erum stolt af því að geta boðið upp á heimsþekkt vörumerki sem eiga það öll sameiginlegt að vera í háum gæðaflokki. Hjá fyrirtækinu starfa um 140 manns.

Advertisement published14. March 2025
Application deadline24. March 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Expert
Location
Köllunarklettsvegur 10, 104 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags