Tilfinningar og DAM – námskeið fyrir almenning
DAM er skammstöfun fyrir díalektíska atferlismeðferð, en sú meðferð er ætluð fólki með langvarandi tilfinningalegan óstöðugleika. Á námskeiðinu er fjallað um tilfinningalegan óstöðugleika, hvernig hann birtist, þróast og getur truflað okkur í daglegu lífi og samskiptum. Einnig er fjallað um aðferðir sem geta nýst til að hlúa að tilfinningalífi hvers og eins og styðja við líðan og geðheilsu.
Öll getum við upplifað áskoranir sem tengjast sterkum eða þungbærum tilfinningum. Á námskeiðinu verður fjallað um hvað einkennir tilfinningavanda, þróun hans og hvernig færni getur nýst til að bæta líðan og samskipti. Námskeiðið er ætlað almenningi – hvort sem um er að ræða einstaklinga sem telja sig þurfa að hlúa að eigin tilfinningalífi eða þau sem vilja auka skilning sinn á og bæta sambönd við aðra sem glíma við tilfinningalegan óstöðugleika.