Geðrofslyf
Námskeiðinu er ætlað að kynna einkenni, verkanir og aukaverkanir helstu geðrofslyfja sem notuð eru á Íslandi. Sérstök áhersla er lögð á þætti sem gætu gagnast hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisfagfólki í þverfaglegri teymisvinnu og í vinnu sinni með þeim notendum sem nýta sér þessi lyf.
Á námskeiðinu eru kynnt hugtök og þekking á sviði taugafræði og geðlyfjafræði og hvernig þau nýtast skjólstæðingum sem fá lyfjameðferð vegna geðrænna raskana. Sérstök áhersla er lögð á að nota nýjustu þekkingu innan geðlyfjafræðinnar fyrir notendur geðheilbrigðisþjónustunnar á mismunandi vettvangi. Efnið er sérstaklega ætlað þeim sem ekki skrifa út lyf en hafa áhuga á að læra meira um geðrofslyf og gagnreynda notkun þeirra.
Ætlast er til að þátttakendur séu í mynd allan tímann sé þess nokkur kostur.