

Skynjun og skynörvun
Fáðu innsýn í virkni skynfæranna og leiðir til að nota skynjun og skynörvun til að stuðla að betri líðan og meiri lífsgæðum íbúa hjúkrunar- og dvalarheimila og dvalargesta í dagdvölum og dagþjálfunum.
Á námskeiðinu er fjallað um ferli skynjunar og skynúrvinnslu. Kynntar eru og prófaðar leiðir sem fela í sér skynörvun - eða dempun, til að bæta líðan og lífsgæði notenda öldrunarþjónustu.
Rætt er um hvaða áskoranir eru til staðar í daglegu starfi í þjónustuumhverfinu, bæði efnislegar og óáþreifanlegar og hvernig er hægt að nota jákvæðar samskiptaleiðir til að draga úr hættu á árekstrum og hegðun sem veldur áhyggjum (behaviour of concern).
Þátttakendur leggja mat á eigin starfsvettvang út frá matsblöðum sem byggja á hugmyndafræði persónumiðaðrar þjónustu.