

Markvissar aðgerðir í kjölfar TRAS
Farið verður yfir skilgreiningar á færniþáttum/málþáttum sem einkenna þroska barna. Bent verður á hagnýtar lausnir til þess að mæta þörfum barna sem sýna frávik á þessum þáttum. Leitast verður við að gefa þátttakendum verkfæri og hugmyndir til þess að nota í daglegum aðstæðum í skólanum. Sérstaklega verður fjallað um skipulag í leikskólum, uppbyggingu málörvunarhópa og undirbúning fyrir lestur eftir skráningu með TRAS.
Sýnt hefur verið fram á að með því að beita aðferðum snemmtækrar íhlutunar er hægt að draga úr og jafnvel koma í veg fyrir námsörðugleika. Með því að skrá málþroska ungra barna í daglegum aðstæðum og skilgreina málþroskafrávik aukum við möguleika á því að vinna markvisst að því að styrkja málþroska út frá viðeigandi færniþáttum. Einnig hefur það áhrif á valdeflingu fyrir starfsfólk leikskólans að fá betri yfirsýn yfir verkfæri og hugmyndir til þess að styrkja mál- og félagsþroska ungra barna með viðeigandi íhlutun.