

Hvar get ég gengið í sumar?
Á námskeiðinu verður fjallað um fjölbreyttar gönguferðir; dagsferðir, gönguleiðir sem taka hluta úr degi og nokkura daga leiðir. Farið verður yfir vegalengdir, landslag og þá reynslu sem þarf til að ganga leiðirnar. Tæpt verður á helsta búnaði sem þarf til skemmri og lengri gönguferða.
Í yfirferð hverrar gönguleiðar verður farið yfir landslag og náttúru, jarðfræði, söguna þegar það á við en um leið hvað það er helst á hverri gönguleið sem vekur upp gönguhug okkar og þær perlur sem leynast í náttúrunni. Að námskeiðinu loknu ættu þátttakendur að vera mun fróðari um fjölfarnari og fáfarnari gönguleiðir sem fjallað er um og geta þannig nýtt námskeiðið til að velja hvert skal ganga næsta eða næstu sumur. Námskeiðið hentar líka afar vel þeim sem ætla sér ekki að ganga leiðirnar heldur vilja fræðast um landslag og náttúru landsins.