Dale Carnegie
Dale Carnegie
Dale Carnegie

Dale Carnegie fyrir 20-25 ára

Þetta er öflugt námskeið sem að fær þig til að sjá lífið í nýju ljósi og ögrar þér á þann hátt sem þú þarft á að halda, leitað er leiða til að ná persónumiðuðum árangri og þannig hjálpum við hverjum og einum að efla sig. Á námskeiðinu er áhersla lögð á að þátttakendur skapi sinn eigin leiðarvísi með persónulegum markmiðum og framtíðarsýn. Við ýtum okkur út fyrir þægindahringinn og þjálfumst í því að líta á áskoranir sem tækifæri til þess að efla okkur og ná lengra. Á þennan hátt finnum við nýja styrkleika sem nýtast okkur í námi og starfi. Samkeppni og samanburður getur verið yfirþyrmandi á þessum tíma og nauðsynlegt að hafa jákvæða og sterka sjálfsmynd og trú á því að manni takist vel til. Á námskeiðinu lærum við leiðir til þess að auka framtakssemi og frumkvæði sem hjálpar okkur að koma hlutunum í verk í stað þess að fresta. Við þjálfum okkur upp í því að vera við stjórnvölin í eigin lífi en ekki einungis þátttakendur sem að fljóta með.

Type
On site
Timespan
9 times
Price
159,000 kr.
Share
Send message
Share
Copy URL
Categories