

Árangursrík sala
Sala snýst um allt annað en að þylja upp kosti vöru eða þjónustu. Námskeiðið tekur á þeim höfuðþáttum sem ákvarða árangur í sölu og því hvernig byggja á upp samband sem skilar árangri. Árangursrík sala hentar best því sölufólki sem er í viðskiptastýringu og ber ábyrgð á því að halda sambandinu opnu og koma auga á tækifæri til þess að færa nýjum og núverandi viðskiptavinum aukið virði. Live Online þjálfun: Námskeiðið er haldið Live Online á netinu, 8 skipti, 2 klst. í senn. Þú velur dagsetningu sem þér hentar og skráir þig. Áður en námskeiðið hefst sendum við þér slóð sem þú smellir á og þá opnast þálfunarumhverfið. Á okkar námskeiðum eru alltaf tveir þjálfarar og annar þeirra er tæknimaður, þér til aðstoðar allan tímann. Á nokkrum mínútum kennum við þér á kerfið og eftir það tekur þú virkan þátt. Einfalt, skemmtilegt og árangursríkt.