Dale Carnegie
Dale Carnegie
Dale Carnegie

Dale Carnegie fyrir 16-19 ára

Á þessu námskeiði leggjum við grunninn að ábyrgð og meðvitund um mikilvægi þess að móta eigin stefnu fyrir framtíðina. Við horfumst í augu við okkur sjálf, okkar styrkleika og takmarkanir og setjum okkur skýr og raunhæf markmið. Við þjálfumst í að líta á áskoranir sem tækifæri til þess að efla okkur og ná lengra. Á framhaldskólaárunum eru oft miklar breytingar í lífi okkar og það reynir á okkur á nýjan hátt t.d. í samskiptum við vini og fjölskyldu. Það er líka mikilvægt að forgangsraða rétt svo við veljum það besta fyrir okkur og náum að takast á við stress og kvíða. Í gegnum þjálfunina eflum við einnig tjáningahæfileika okkar og verðum betri í að tala fyrir framan hópa og halda kynningar. Með því að stíga markvisst út fyrir þægindahringinn eflum við sjálfstraustið og þorum meira! Sjálfsmyndin styrkist við jákvæðari upplifanir af sjálfum okkur og við verðum öflugri leiðtogar í okkar umhverfi.

Type
On site
Timespan
9 times
Price
140,000 kr.
Share
Send message
Share
Copy URL
Categories