

Íslenska talþjálfun 3-4
- Markviss talþjálfun í íslensku fyrir þau sem eru komin með grunninn
- Lærðu að tjá þig af meira öryggi í daglegu lífi og vinnu.
- Námskeið hannað fyrir þau sem vilja taka stórt stökk fram á við á skömmum tíma
Um námskeiðið
Áhersla er lögð á að þjálfa þátttakendur í samræðum og frásögn í mismunandi aðstæðum. Umfjöllunarefni eru fjölbreytt og þátttakendur þjálfa samræður gegnum ólíkar nálganir og aðferðir. Námsefni og aðferðir eru m.a. efni af samfélagsmiðlum, tónlist, spil og leikir. Farið er yfir atriði í framburði, málfræði og setningagerð eftir þörfum nemenda hverju sinni. Á námskeiðinu er unnið með áhugasvið og persónuleg námsmarkmið hvers og eins nemanda.
Kunnátta þátttakenda er metin í lok námskeiðsins og þeim veitt ráðgjöf um næstu skref í íslenskunámi sínu.
Mímir er viðurkenndur fræðsluaðili með vottun frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Ráðuneytið veitir viðurkenndum fræðsluaðilum styrki til íslenskukennslu fyrir útlendinga sem búsettir eru hér á landi, og skráðir eru með lögheimili í Þjóðskrá. Styrkurinn er nýttur til að niðurgreiða námskeiðsgjöld fyrir nemendur í íslensku.
Með því að skrá sig á íslenskunámskeið samþykkir nemandi að hann verði fluttur á milli stiga eða hópa ef þörf er á.
Athugaðu að námskeið er einungis haldið ef lágmarksþátttaka næst.