

Home Assistant Framhald I
Framhaldsnámskeið á Home Assistant hússtjórnarkerfi. Á námskeiðinu er haldið áfram og farið dýpra í helstu þætti kerfisins. Farið verður í innleiðingu á Jinja2 sniðmátinu. Unnið verður með utanaðkomandi gögn, notkun á breytum í sjálfvirknireglum, sérsniðnir skynjarar, ljósastýringar og senur, notkun á breytum sem taka mið af sólstöðu og birtustigi. Tenging ljósabúnaðs við fjarstýringar. Hópun á skynjurum og öðrum búnaði. RTSP og/eða Onvif myndavélar, greining myndefnis, vistun skyndi- og atburðamynda.
Farið verður í það að nota Home Assistant sem öryggiskerfi, ásamt kynningu á Alarmo öryggiskerfinu. Litið verður á samþættingu og forritun á gólf- og hitastýringar ásamt því að unnið verður með skjáborð og forritun þess ásamt innleiðingu á útvarpsstöðvum og veðurratsjá.