

Beiting ÍST 30 í framkvæmd
Í samstarfi við Staðlaráð Íslands
Markmið námskeiðsins er að kynna staðalinn ÍST 30 auk þess sem fjallað verður stuttlega um ÍST 35 staðalinn. Farið verður yfir gildissvið þeirra og hvernig þeir virka í praktík. Þá verður farið yfir efnisinnihald þeirra og helstu ákvæði staðlanna skoðuð frekar.
Námskeiðinu er ætlað að dýpka skilning og auka þekkingu þeirra sem starfa við samningsgerð byggða á ÍST 30 og ÍST 35. Gerð verður grein fyrir helstu vandamálum sem upp koma og hvernig dómstólar hafa og munu leysa úr ágreiningi sem upp kemur við beitingu staðlanna. Þá verður farið í praktíska beitingu staðlanna í framkvæmd og hvernig halda megi utan um verkferla.
Námskeiðið fer fram í fyrirlestraformi í þremur lotum og verður lagt fyrir verkefni sem þátttakendur skila í síðasta tíma.