Landsvirkjun
Landsvirkjun
Landsvirkjun

Vindorkan sækir í sig veðrið

Við Íslendingar eigum lítt beislaða og endurnýjanlega auðlind í vindinum, sem ekki er hörgull á hér á landi. Við hjá Landsvirkjun ætlum að gera þessa auðlind að þriðju stoðinni í orkuvinnslu fyrirtækisins, með vatni og jarðvarma, enda er framtíðarsýn okkar sjálfbær heimur, knúinn endurnýjanlegri orku.

Við leitum að verkefnastjóra með þekkingu á orkumálum sem hefur áhuga á að taka þátt í að móta framtíðina með okkur. Starfið reynir á samskipti við hagaðila því umhverfis og skipulagsmál eru okkur hugleikin. Þú þarft að hafa brennandi áhuga á mannlegum samskiptum, sýna frumkvæði og drifkraft, og hafa hæfni til að vinna sjálfstætt.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • stýring og þróun vindorkuverkefna  

  • samskipti við hagaðila og kynningar innan og utan Landsvirkjunar 

  • gagnaúrvinnsla og greining á vindauðlindinni 

  • þátttaka í vinnuhópum auk almennrar ráðgjafar innanhúss 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • háskólamenntun sem nýtist í starfi svo sem verk-, hag- eða viðskiptafræði 

  • þekking á skipulagsmálum og reynsla af samskiptum við hagaðila innanlands 

  • reynsla af stýringu verkefna 

  • mikill áhugi á orkumálum 

Auglýsing stofnuð24. apríl 2024
Umsóknarfrestur5. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Katrínartún 2, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.BreytingastjórnunPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar