JYSK
JYSK
JYSK

Kerfisstjóri óskast hjá einum stærsta smásöluaðila á Íslandi

Lagerinn Iceland ehf., sem á og rekur JYSK og ILVA á Íslandi ásamt JYSK í Færeyjum, er að leita að kerfisstjóra til þess að sinna rekstri á tölvukerfum félagsins. Félögin eru samanlagt einn stærsti smásöluaðili á Íslandi. Upplýsingatæknideild félagsins ber ábyrgð á rekstri 13 starfstöðva í dag ásamt rekstri á bakendakerfum. Búið að er fjárfesta gríðarlega í upplýsingatæknikerfum félagsins síðustu árin bæði í innviðum og hugbúnaði. Öll umsýsla er miðlæg og öryggiseftirlit er mjög öflugt. Um spennandi starf er að ræða fyrir metnaðarfullan aðila sem hefur áhuga á rekstri upplýsingatæknikerfa og öryggismálum.

Við leitum að kerfisstjóra sem:

• Hefur a.m.k. 3 ára reynslu af rekstri upplýsingakerfa

• Hefur brennandi áhuga á upplýsingatækni og öryggismálum

• Býr yfir frumkvæði, þjónustulund og getur unnið sjálfstætt

• Býr yfir getu til verkefnastýringar. Getur borið ábyrgð á samskiptum og verkefnastýringu á móti fjölmörgum samstarfsaðilum okkar á sviði upplýsingatækni

• Getur borið ábyrgð, öryggismálum, afritunartöku ásamt gerð og útfærslu á neyðaráætlunum til þess að bregðast við ýmsum rekstraratvikum sem geta komið upp í daglegum rekstri

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Mjög góð þekking á Windows stýrikerfinu og rekstri þess bæði á útstöðvum og netþjónum
  • Mjög góð þekking á rekstri á Office365 og Azure umhverfa
  • Rekstur á Active Directory, Group Policies, prentþjónum, DNS, DHCP, SMTP, HTTP o.fl. grunnþjónustum
  • Góð þekking á Microsoft SQL Server er kostur
  • Þekking á rekstri Business Central / LS Retail er kostur
  • Þekking á Powershell er kostur
  • Mikill áhugi á upplýsingatækni og geta til þess að koma sér upp nýrri þekkingu og lært á ný kerfi hratt og örugglega.
  • Áhugi á öryggismálum og rík öryggismeðvitund
Auglýsing stofnuð24. apríl 2024
Umsóknarfrestur12. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar