JYSK
JYSK
JYSK

Business Central PLÚS forritari óskast

Lagerinn Iceland ehf., sem á og rekur JYSK og ILVA á Íslandi ásamt JYSK í Færeyjum, er að leita að forritara til styðja við stafrænar umbreytingar hjá félaginu. Félögin eru samanlagt einn stærsti smásöluaðili á Íslandi. Búið að er fjárfesta gríðarlega í upplýsingatæknikerfum félagsins síðustu árin bæði í innviðum og hugbúnaði.

Mikill metnaður hjá félaginu er að gera enn betur og halda áfram þróun í Business Central, vefsvæðum félagsins sem og öðrum stafrænum lausnum. Um spennandi starf er að ræða fyrir metnaðarfullan aðila sem hefur þekkingu og reynslu af forritun í Business Central en hefur einnig áhuga og þekkingu á annarri þróun s.s. vefþjónustum, gagnadrifnum lausnum, sjálfvirknivæðingu o.fl.

Menntunar- og hæfniskröfur

Við leitum að forritara sem:

  • Hefur a.m.k. 3 ára reynslu af forritun og ráðgjöf í Business Central / LS Retail
  • Góð þekking á SQL er mikill kostur
  • Hefur þekking, reynslu og áhuga á þróun í öðrum umhverfum en Business Central t.d. NET, NodeJS, Python o.s.frv.
  • Hefur brennandi áhuga á upplýsingatækni, hugbúnaðarþróun og hvernig megi nýta tækni á snjallan og skilvirkan hátt
  • Býr yfir frumkvæði, þjónustulund og getur unnið sjálfstætt
  • Býr yfir getu til verkefnastýringar og þarfagreiningar
Auglýsing stofnuð24. apríl 2024
Umsóknarfrestur12. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar