Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Viltu leiða innkaup í einstöku og kraftmiklu umhverfi?

Við leitum að framsýnum og umbótadrifnum einstaklingi til að stýra innkaupadeildinni okkar þar sem hagkvæmni, þróun og samvinna eru í forgrunni. Sem deildarstjóri færðu tækifæri til að móta innkaupastefnu í mjög lifandi og fjölbreyttu starfsumhverfi þar sem rekstur flugvalla er kjarnastarfsemin. Þetta er einstakt tækifæri til að starfa þar sem hraði, nákvæmni og öryggi skipta sköpum og þar sem innkaup gegna lykilhlutverki í að tryggja hnökralausan rekstur.

Deildarstjóri mun leiða öflugt teymi sérfræðinga sem öll búa yfir dýrmætri þekkingu og reynslu ásamt því að vinna í nánu samstarfi við aðrar deildir með það að markmiði að hámarka virði og skilvirkni í innkaupum. Ef þú hefur brennandi áhuga á innkaupum, samningagerð og að skapa raunveruleg áhrif í gegnum umbótamiðaða hugsun, þá er þetta starfið fyrir þig.

Við bjóðum upp spennandi og lifandi á vinnuumhverfi þar sem tækifæri eru til að hafa áhrif á þróun og árangur fyrirtækisins.

Helstu verkefni:

  • Stýring innkaupadeildar og úthlutun verkefna

  • Eftirfylgni með innkaupareglum Isavia og settum lögum og reglum um opinber innkaup

    • Undirbúningur, lestur og gerð gagna fyrir markaðskannanir, útboð, verðfyrirspurnir, samningsviðræður, samkeppnisviðræður, útboð á sérleyfum o.fl.

    • Framkvæmd innkaupaferla og gerð samninga

    • Samskipti við innlenda og erlenda birgja

    • Vinna að framþróun og aukinni skilvirkni í innkaupum og ferlum þeim tengdum

    Menntunar- og hæfniskröfur:

    • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði verkfræði, lögfræði eða viðskiptafræði

    • Framúrskarandi samskiptafærni og samvinnuhæfni

    • Hugrekki og vilji til að ná árangri í samvinnu við aðra

    • Þekking, reynsla og áhugi á opinberum innkaupum

    • Reynsla af gerð og undirbúningi útboðsgagna

    • Reynsla af framkvæmd útboða og gerð og rekstri samninga mikill kostur

    • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti

    Starfsstöð er í Hafnarfirði og á Keflavíkurflugvelli.

    Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.

    Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar, farsímaáskrift og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

    Umsóknarfrestur er til og með 21. september 2025.

    Frekari upplýsingar um starfið veitir Eyþóra Kristín Geirsdóttir, í gegnum netfang [email protected] eða í síma 664-7707.

    Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

    Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

    Реклама створена 12. September 2025
    Кінцевий термін подання заявки21. September 2025
    Мовні вимоги
    АнглійськаАнглійська
    вимагається
    Досконалий
    ІсландськаІсландська
    вимагається
    Досконалий
    Розташування
    Dalshraun 3, 220 Hafnarfjörður
    Тип роботи
    Навички
    PathCreated with Sketch.ПроактивнийPathCreated with Sketch.Людські стосункиPathCreated with Sketch.Контракти
    Робоче середовище
    Професії
    Мітки роботи