
Landsnet hf.
Við erum lykilinnviður þjóðarinnar og allt okkar starf snýst um að flytja orku sem drífur áfram lífsgæði og sköpunarkraft samfélagsins til framtíðar.Við erum líka framsækið þekkingarfyrirtæki sem býður kraftmiklu starfsfólki spennandi verkefni við aðstæður þar sem umhyggja, jafnrétti og öryggi eru í fyrirrúmi.

Viðskiptastjóri/-stýra
Framtíðin felst í samstarfi!
Við leitum að viðskiptastjóra/-stýru sem brennur fyrir því að byggja upp traust og skapa verðmæti í samstarfi við viðskiptavini okkar. Þér gefst tækifæri til að efla tengsl við núverandi og nýja viðskiptavini og taka þátt í að móta framtíð raforkumarkaðarins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Byggja upp og viðhalda traustum samskiptum við viðskiptavini.
- Greina þarfir, stöðu og áform viðskiptavina á raforkumarkaði.
- Stuðla að sameiginlegri verðmætasköpun með virðisskapandi þjónustu og ráðgjöf.
- Þróa þjónustu, vörur og stafrænar lausnir sem bæta upplifun viðskiptavina.
- Taka þátt í þjónustumælingum, greiningu vaxtartækifæra og umbótaverkefnum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. viðskiptafræði, lögfræði, verkfræði eða skyldum greinum.
- Reynslu af viðskiptastjórnun, samningaviðræðum, ráðgjöf eða þjónustuþróun er kostur.
- Skilningur á raforkumörkuðum er æskilegur.
- Greiningarhæfni og hæfni til að leiða umbætur.
- Frumkvæði, góð samskipta- og samstarfshæfni
Umsóknarfrestur
Umsóknarfrestur er til og með 21. september 2025.
Við hvetjum öll áhugasöm til að sækja um óháð uppruna, aldri eða kyni. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem þú segir okkur af hverju þig langar að bætast í hópinn.
Sótt er um starfið á landsnet.is. Nánari upplýsingar veitir Jason Már Bergsteinsson, mannauðssérfræðingur, á [email protected]. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.
Реклама створена 9. September 2025
Кінцевий термін подання заявки21. September 2025
Мовні вимоги

вимагається

вимагається
Розташування
Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Rangárvöllum
Miðás 7A, 700 Egilsstaðir
Тип роботи
Робоче середовище
Професії
Мітки роботи
Схожі вакансії (12)

Viðskiptastjóri innviða á mannvirkjasviði
Samtök iðnaðarins

Sviðsstjóri innviðasviðs
Fjarskiptastofa

Viðskiptastjóri kælivöru
Bakkinn vöruhótel

Varaformaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Viltu leiða innkaup í einstöku og kraftmiklu umhverfi?
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Viðskiptastjóri
Motus

Deildarstjóri uppgjöra og reikningsskila
Sýn

Quality Specialist
Controlant

Forstöðumaður sölu á matvörumarkaði
Coca-Cola á Íslandi

Reikningshald og bókhald – Viðskiptafræðingur / viðurkenndur bókari
Konvin / MyGroup

Verkefnastjóri á sölu- og markaðssviði
Blue Car Rental

Mechanical / Biomechanical Engineer
Embla Medical | Össur