FYRR bílaverkstæði
FYRR bílaverkstæði
FYRR bílaverkstæði

Við leitum að tæknimanni!

Við leitum að metnaðarfullum liðsfélaga með brennandi áhuga á bilanagreiningu til að sinna starfi tæknimanns á verkstæði.

Ekki er gerð krafa á víðtæka reynslu í greininga vinnu en viðkomandi þarf að hafa drifkraftinn og áhugann til að þróast í starfi. Við leggum mikið upp úr fræðslu og endurmenntun og styðjum við þá sem vilja auka þekkinguna.

Hjá FYRR starfar lítill en þéttur hópur sem byggir starfsumhverfið á metnaði, fagmennsku og gleði en við leggjum mikið uppúr því að hafa starfsandann léttan og skemmtilegan.

VIð erum sjálfstætt starfandi verkstæði sem sérhæfir sig í viðgerðum og viðhaldi á Volkswagen, Audi og Skoda bílum og er markmið okkar að verða leiðandi á því sviði.

Vinnutími er frá kl. 08:00-16:00 mánudaga til föstudaga.

Við hvetjum alla áhugasama til að sækja um óháð kyni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Bilanagreiningar 
  • Vinna að tengdum viðgerðum með notkun verkferla framleiðanda.
  • Skýrslugerð greininga/viðgerða
  • Sinna ákvarðanatöku um pöntun varahluta eftir niðurstöðu greiningar.
  • Miðla þekkingu áfram til samstarfsfélaga.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sveinspróf í bifvélavirkjun.
  • Hæfni í notkun tækniupplýsinga.
  • Þekking á kerfum ODIS, VCDS & Picoscope kostur.
  • IMI vottun á meðhöndlun háspennukerfa kostur
  • Sjálfstæði og frumkvæði við störf.
  • Gott tölvulæsi og hæfni til að tileinka sér nýjungar í tækjum og búnaði.
  • Góð færni í ensku, töluðu og rituðu máli
  • Ökuréttindi.
Af hverju FYRR?

Við leggjum mikið uppúr því að hafa FYRR fjölskylduvænan vinnustað með frábæran starfsanda og enn betri vinnufélaga.

Við trúum því að það eigi að vera gaman í vinnunni en á sama tíma gera hlutina vel.

 Við setjum mikla áherslu á fræðslu og endurmenntun fyrir starfsfólk og stefnum á að vera leiðandi bifreiðaverkstæði í hraðri þróun bílaiðnaðaðarins.

Реклама створена 22. April 2025
Кінцевий термін подання заявки31. May 2025
Мовні вимоги
ІсландськаІсландська
вимагається
Рідна мова
АнглійськаАнглійська
вимагається
Досконалий
Розташування
Hamarshöfði 10, 110 Reykjavík
Тип роботи
Навички
PathCreated with Sketch.Водійські права категоріі Б (B)PathCreated with Sketch.МеханікPathCreated with Sketch.АмбіціїPathCreated with Sketch.НезалежністьPathCreated with Sketch.ПлануванняPathCreated with Sketch.Ліцензія підмастеря
Робоче середовище
Професії
Мітки роботи
Більше робочих місць (1)