
Reitir
Reitir er leiðandi fyrirtæki í fasteignaþróun, umsýslu og eignarhaldi atvinnuhúsnæðis á Íslandi. Við mótum framtíðina með sjálfbærri uppbyggingu og sterkum langtímasamböndum sem skapa ávinning fyrir leigutaka, fyrirtækið og samfélagið. Á sama tíma hlúum við að sögufrægum byggingum og stöndum vörð um íslenskan menningararf.
Hjá Reitum vinnur fjölbreyttur hópur sérfræðinga að því að þróa lífleg borgarhverfi og tryggja vandaða umsjón með eignum. Í starfi okkar leggjum við áherslu á vellíðan, jafnrétti og tækifæri til starfsþróunar – allt í takt við gildin okkar: jákvæðni, fagmennska og samvinna.
Reitir er almenningshlutafélag skráð í Kauphöll Íslands og byggir á traustri arfleifð með skýra framtíðarsýn.

Verkefnastjóri nýframkvæmda
Reitir leita að metnaðarfullum verkefnastjóra til að leiða nýframkvæmdir á sviði íbúðauppbyggingar. Stærsta verkefnið á næstu árum verður Kringlureitur, sem er eitt umfangsmesta uppbyggingarverkefni félagsins. Þar mun rísa nýtt borgarhverfi með áherslu á gæði, fjölbreytni og sjálfbæra hönnun í anda gömlu Reykjavíkur.
Starfið heyrir undir þróunarsvið og felur í sér víðtæka ábyrgð á verkefnastjórnun, gæðaeftirliti og samstarfi við innri og ytri hagaðila. Verkefnastjóri nýframkvæmda er lykilaðili í upplýsingamiðlun um framvindu uppbyggingar til framkvæmdastjóra sviðsins og hefur heildaryfirsýn yfir framkvæmdir á verkstað.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Verkefnastjórn byggingaframkvæmda
- Eftirlit með verktökum og samstarf við birgja og undirverktaka
- Áætlanagerð, kostnaðareftirlit og eftirfylgni framkvæmda
- Umsjón með áfangaúttektum og gæðaeftirliti
- Samskipti við hönnuði og aðra hagaðila
- Upplýsingagjöf og skýrslugerð
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf á sviði mannvirkjagerðar eða meistararéttindi í iðngrein
- A.m.k. 5 ára reynsla af stjórnun stærri framkvæmdaverkefna
- Reynsla af þróun og uppbyggingu íbúðarverkefna
- Byggingarstjóraréttindi eru kostur
- Reynsla af umhverfisvottunarferli er kostur
- Skipulagshæfni, áreiðanleiki og nákvæmni
- Góð samskiptahæfni og jákvætt viðhorf
- Frumkvæði, fagmennska og sjálfstæði
Реклама створена 11. April 2025
Кінцевий термін подання заявки4. May 2025
Мовні вимоги

вимагається

вимагається
Розташування
Kringlan 4-12, 103 Reykjavík
Тип роботи
Навички
ПроактивнийПлануванняКерування проектами
Професії
Мітки роботи
Схожі вакансії (12)

Verkstjóri byggingaframkvæmda
GG Verk ehf

Sérfræðingur í framkvæmdaeftirliti
VSB verkfræðistofa

Við leitum að tæknimanni!
FYRR bílaverkstæði

Sérfræðingur í byggingarkostnaði
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)

Húsumsjón – húsvarsla í Reykjanesbæ
Mænir fasteignir

Fagstjóri trésmiða hjá ÍAV
ÍAV

Verkstjóri í fjölbreyttum viðhaldsverkefnum
HH hús

HH hús óskar eftir að ráða Smiði til starfa
HH hús

Forstöðumaður framkvæmda
Sveitarfélagið Skagafjörður

Verkefnastjóri í eignadeild
Kópavogsbær

Reyndur byggingafræðingur
COWI

Verkefnastjóri
GR verk ehf.