Langholtsskóli
Langholtsskóli
Langholtsskóli

Stuðningsfulltrúi

Langholtsskóli leitar að öflugum stuðningsfulltrúa til starfa í Langholtsskóla skólaárið 2024-2025. Langholtsskóli er heildstæður grunnskóli með um 730 nemendur í 1.-10. bekk. Áhersla er lögð á jákvæðan skólabrag, teymiskennslu, fjölbreytta kennsluhætti og skapandi viðfangsefni þar sem komið er til móts við alla nemendur. Upplýsingatækni er í hávegum höfð. Við vinnum gegn einelti í anda Olweusar. Við leggjum áherslu á snemmtækan stuðning við nemendur. Sérdeild fyrir nemendur með einhverfu starfar í skólanum. Einkunnarorð Langholtsskóla eru virðing - vellíðan og skapandi skólastarf

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoðar nemendur við daglegar athafnir og þátttöku í skólastarfi.
  • Aðstoðar nemendur við að ná settum viðmiðum samkvæmt skólanámsskrá/einstaklingsnámskrá undir leiðsögn kennara og deildarstjóra.
  • Styður nemendur í félagslegum samskiptum í skólastarfinu.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun.
  • Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
  • Reynsla og áhugi á að vinna með börnum og unglingum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
  • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu námsumhverfi.
  • Góð íslenskukunnátta.
Реклама створена 16. September 2024
Кінцевий термін подання заявки30. September 2024
Мовні вимоги
ІсландськаІсландськаДосконалий
Розташування
Holtavegur 23, 104 Reykjavík
Тип роботи
Професії
Мітки роботи