
FSRE
Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir (FSRE) er opinber stofnun sem hefur það hlutverk að þróa og reka aðstöðu á vegum ráðuneyta, stofnana og annarra ríkisaðila með hagkvæmum, vistvænum og ábyrgum hætti.
FSRE ber ábyrgð á skipulagningu, þróun, nýtingu og rekstri fasteigna í eigu íslenska ríkisins. Fasteignasafn ríkisins er eitt af stærstu fasteignasöfnum landsins með um 530 þúsund fermetrum húsnæðis. Stofnunin leigir þar að auki um 100 þúsund fermetra húsnæðis á almennum markaði til framleigu fyrir stofnanir og ráðuneyti. Jarðasjóður, sem einnig er hluti af FSRE, heldur utan um eignarhald og umsýslu á um 380 jörðum og jarðeignum ríkisins með það að markmiði að nýta land og auðlindir á ábyrgan og sjálfbæran hátt.
Um þessar mundir vinnum við að um 130 þróunarverkefnum sem snerta flest svið mannlífsins; s.s. heilbrigðis- og velferðarmál, menningu, menntun, löggæslu, dómskerfi, náttúru og friðlýst svæði. Framundan eru spennandi tímar í þróun sameinaðrar stofnunar. Við leitum því að jákvæðu og drífandi fólki sem hefur brennandi áhuga á að taka þátt í vegferðinni með okkur.
Sérfræðingur í fjármálum - Financial controller
Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir (FSRE) leitar að metnaðarfullum og gagnadrifnum einstaklingi með umfangsmikla þekkingu á uppgjörum í starf leiðandi sérfræðings á sviði fjármála- og stafrænna innviða.
FSRE rekur eitt af stærstu fasteignafélögum landsins auk þess að bera ábyrgð á og stýra uppbyggingu innviða og aðstöðu fyrir ríkisaðila. Fjárhagslegt umfang nemur um 30 milljörðum á ári og skiptist í þrjár einingar; bókhalds- og uppgjörsþjónusta framkvæmdaverkefna, innheimta leigu og rekstur eigna auk reksturs FSRE.
Um er að ræða leiðandi hlutverk í krefjandi umhverfi sem krefst mikilla samskipta við starfsfólk, viðskiptavini og birgja. Í því felst tækifæri til að þróa áfram umbótaverkefni og sjálfvirknivæðingu bókhaldsferla.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Undirbúningur fjárhagsuppgjöra í samvinnu við fjármálastjóra
- Skýrslugerð fyrir innri og ytri hagsmunaaðila
- Undirbúningur og framkvæmd innra eftirlits
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði fjármála, reikningshalds eða skyldum greinum. Framhaldsmenntun er kostur.
- Reynsla af uppgjörsvinnu og fjármálastjórnun er skilyrði.
- Þekking á lögum um opinber fjármál, innra eftirliti og reikningsskilastöðlum.
- Hæfni í greiningu fjárhagsupplýsinga og framsetningu gagna.
- Frumkvæði, metnaður, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð.
- Ríkir samskiptahæfileikar, jákvætt og lausnamiðað viðhorf.
- Mjög góð tölvufærni, reynsla í skýrslugerð í PowerBi er mikill kostur.
- Góð færni í íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli.
Реклама створена 9. May 2025
Кінцевий термін подання заявки21. May 2025
Мовні вимоги

вимагається

вимагається
Розташування
Borgartún 26, 105 Reykjavík
Тип роботи
Робоче середовище
Професії
Мітки роботи
Більше робочих місць (1)
Схожі вакансії (12)

Sérfræðingur í greiningum
Stoðir hf.

Bókari
Seaborn

FP&A Partner / Sérfræðingur
Teya Iceland

Verkefnastjóri - Reyðarfjörður
VHE

Sérfræðingur í viðskiptagreind
Öryggismiðstöðin

Skrifstofustjóri
HH hús

Bókari og uppgjörsaðili
Uppgjör og reikningsskil ehf.

Staff and Quality Manager - Fjallsárlón
Fjallsárlón ehf.

Rekstrarstjóri LAVA Centre á Hvolsvelli
LAVA Centre

Bókari hjá Klettabæ
Klettabær

Data Analyst
LS Retail

A4 – Leitar eftir öflugum bókara
A4