Reiknistofa bankanna
Reiknistofa bankanna
Reiknistofa bankanna

Sérfræðingur í Azure skýjalausnum

Við erum að styrkja hópinn okkar og leitum að reynslumiklum einstakling sem hefur brennandi áhuga á Azure Skýjalausnum, sjálfvirknivæðingu og er með ríka öryggisvitund til þess að takast á við krefjandi verkefni í öflugu fyrirtæki. Viðkomandi kemur að rekstri og uppbyggingu á tölvukerfum RB og viðskiptavina, ásamt tengdum hugbúnaðarkerfum.

Helstu verkefni:

  • Hönnun, innleiðing og stjórnun á innviðum í Microsoft Azure skýjaumhverfi fyrir lausnir RB
  • Rekstur og eftirlit með Azure skýjaumhverfi RB til að tryggja hámarks öryggi og afköst
  • Uppsetning, rekstur og sjálfvirknivæðing í Azure á þróunarferlum (CI/CD) fyrir hugbúnaðarþróun innan RB

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi eða viðeigandi starfsreynsla
  • Reynsla af Microsoft Azure, Azure DevOps eða öðrum skýjalausnum
  • Þekking á Azure Resource Manager (ARM) templates, Terraform og öðrum tólum fyrir sjálfvirknivæðingu
  • Reynsla af CI/CD Pipelines í GitHub Enterprise er kostur
  • Microsoft Azure vottanir er kostur, t.d. Microsoft Azure Administration.

RB er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður með sterka vinnustaðamenningu þar sem áhersla er á að starfsfólki fái að læra og þróast í starfi.

Höfuðstöðvar RB eru á Dalvegi 30 í björtu og hlýlegu húsnæði þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. Starfsánægja í RB hefur verið há um árabil og endurspeglar metnað fyrirtækisins til að hlúa vel að starfsfólki.

RB hefur hlotið jafnlaunavottun og leggur áherslu á launajafnrétti sem og jafnrétti kynjanna í einu og öllu. RB er fjölskylduvænn vinnustaður með sveigjanlega fjarvinnustefnu.

Öll kyn eru hvött til að sækja um.

Umsóknum þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir því hvers vegna þú ættir að verða fyrir valinu.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Gyða Stefanía Halldórsdóttir forstöðumaður kerfisreksturs RB í síma 666-1442.

Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember nk.

Реклама створена 29. October 2024
Кінцевий термін подання заявки15. November 2024
Мовні вимоги
ІсландськаІсландська
вимагається
Досконалий
Розташування
Dalvegur 30, 201 Kópavogur
Тип роботи
Навички
PathCreated with Sketch.Azure
Професії
Мітки роботи