

Mannauðsstjóri dómsmálaráðuneytisins
Dómsmálaráðuneytið óskar eftir að ráða mannauðsstjóra á skrifstofu fjármála og reksturs.
Leitað er að drífandi einstaklingi sem hefur áhuga á fólki, umbótum og býr yfir hæfni til að leiða mörg fjölbreytt og krefjandi verkefni hverju sinni.
Í dómsmálaráðuneytinu starfa um 65 starfsmenn að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum. Hópurinn er samhentur og er áhersla lögð á góðan starfsanda, samvinnu og árangur. Ráðuneytið er fjölskylduvænn vinnustaður þar sem lögð er áhersla á samvinnu og góðan starfsanda í samræmi við mannauðs- og viðverustefnu Stjórnarráðsins.
-
Þróun og framkvæmd mannauðsstefnu
-
Ráðgjöf til stjórnenda og starfsmanna
-
Umsjón með ráðningum og móttöku nýs starfsfólks
-
Skipulagning fræðslu og þjálfunar
-
Þróun og skipulagning, teymisvinnu og stuðningur teyma til árangurs
-
Þróun jafnlaunakerfis og framkvæmd jafnlaunagreininga
-
Þróun starfsumhverfis og menningar vinnustaðarins
-
Háskólapróf sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun æskileg
-
Þekking og marktæk reynsla á sviði mannauðsmála
-
Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
-
Áhugi á fólki, jákvæðni og framúrskarandi hæfni í samskiptum
-
Reynsla af umbótaverkefnum og breytingastjórnun er kostur
-
Sjálfstæði, frumkvæði og metnaður til að ná árangri
-
Gott vald á íslensku í rituðu og mæltu máli






