Leikskólakennari óskast á Heilsuleikskólann Holtakot
Heilsuleikskólinn Holtakot auglýsir eftir leikskólakennara í 100% starfshlutfall. Leikskólinn er fjögurra deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á hreyfingu, listsköpun og hollt matarræði. Skólinn er Grænfánaskóli og starfar eftir "Uppeldi til ábyrgðar".
Einkunnarorð skólans eru: Jákvæðni, virðing og öryggi. Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf.
Stefna leikskólans í starfsmannahaldi er að í skólanum starfi uppeldismenntaðir starfsmenn af báðum kynjum. Heimasíða leikskólans http://www.holtakot.is/
Leikskólar reknir af Garðabæ hafa til úthlutunar sérverkefnasjóð þar sem metnaðarfullir starfsmenn hafa tækifæri til að auka við laun sín.
• Vinna að uppeldi og menntun barnanna undir stjórn deildarstóra
• Vinna að faglegu starfi deildar
• Tekur þátt í foreldrasamvinnu
• Leyfisbréf til kennslu* (leyfisbréf fylgi umsókn)
• Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði leikskóla
• Reynsla af starfi í leikskóla eða starfi með börnum er æskileg
• Ánægja af því að starfa með börnum
• Áhugi á heilsueflandi leikskólastarfi og hreyfingu
• Frumkvæði, samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnu
• Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
• Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt samevrópska tungumálarammanum
*Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling tímabundið til starfa sbr. lög nr. 95/2019.
- Á Holtakoti er vinnuskyldan í fullu starfi 36 stundir. Vikulegur vinnutími er 38 stundir og er tveimur klukkustundum safnað upp í frítöku vegna vetrarfría, páska- og jólafría. Sérstök skráning barna er í vetrar- og jólafríi en lokað er í dymbilviku, sem og 2. janúar.
- Opnunartími leikskólans er 7:30-16:30 mánud.- fimmtud. og 7:30-16:00 á föstudögum
- Fimm skipulagsdagar á ári
- 25% stöðugildi á hverri deild vegna snemmtækrar íhlutunar
- Starfsmannaafsláttur er af leikskólagjöldum og forgangur inn í leikskóla fyir börn starfsmanna
- Eftir þrjá mánuði í starfi getur starfsfólk fengið árskort í sundlaugar bæjarins, menningarkort í Hönnunarsafnið og bókasafnskort og eftir sex mánuði í starfi getur starfsfólk fengið heilsuræktarstyrk.