Fagstjóri í sköpun
Heilsuleikskólinn Skógarás er fjögra deilda leikskóli með um 80 börnum. Skólar ehf. er 24 ára gamalt félag sem rekur fjóra aðra heilsuleikskóla í sveitarfélögunum Garðabæ, Kópavogi og Reykjavík.
Allir leikskólarnir innan vébanda Skóla ehf. starfa í anda Heilsustefnunnar sem kjarnast um heilsu og lífsgæði nemenda, starfsfólks og nærsamfélagsins.
Einkunnarorð okkar er „heilbrigð sál í hraustum líkama“
Leikskólakennari óskast til starfa frá og með áramótum 2025 í heilsuleikskólann Skógarás, Reykjanesbæ.
Fagstjóri í sköpun getur verið sérhæfður í myndlistakennslu, tónlist eða leiklist. Unnið er með börnunum í litlum hópum að fjölbreyttri sköpun á aldrinum 1-6 ára.
Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá skólastjórnendum í tölvupósti skogaras@skolar.is eða eða í síma 420-2300.
Umsóknarfrestur er til 15.desember 2024.
- skipuleggur skapandi starf allra barna í samvinnu við deildarstjóra.
- skipuleggur fjölbreytt tækifæri til sköpunar í hvetjandi umhverfi.
- er í forsvari fyrir þátttöku skólans í myndlistarhátíð barna í Reykjanesbæ
- situr starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varða starfsemi leikskólans
- sinnir þeim verkefnum sem yfirmaður felur
- Leyfisbréf kennara eða menntun sem nýtist í starfi (leyfisbréf fylgi umsókn)
- Æskileg reynsla af leikskólastarfi
- Æskileg reynsla af myndsköpun með börnum
- Áhugi á að vinna með börnum
- Færni í samskiptum og samstarfshæfileikar
- Vilji til að taka þátt í þróun á faglegu starfi og láta til sín taka
- Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og faglegur metnaður
- Lausnarmiðun
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
- Heilsuhvetjandi starfsumhverfi
- Samgöngustyrkur
- Viðverustefna
- Heilsustyrkur
- Metnaðarfullt starfsumhverfi
- 3 heilsusamlegar máltíðir á dag
- 40% afsláttur af tímagjaldi leikskólabarna í leikskólum Reykjanesbæjar (ef við á)