

Gæðastjóri - Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík (HR) auglýsir laust til umsóknar starf gæðastjóra skólans. Um er að ræða krefjandi starf þar sem megin áhersla er lögð á að leiða gæðastarf þvert á háskólann, innleiðingu á umbótum og þróun gæða í allri starfsemi skólans, þ.á m. rannsóknum og nýsköpun, námi og kennslu og starfsemi stoðþjónustu.
Við leitum að framsýnum og lausnamiðuðum einstaklingi með sterka greiningarhæfni, leiðtogahæfileika og getu til að vinna þvert á einingar og fagsvið. Gæðastjóri vinnur í nánu samstarfi við stjórnendur, starfsfólk og aðra lykilaðila og stuðlar að samfelldu umbótastarfi á grunni stefnu og gilda HR og þeirra krafna er gilda um háskóla.
Starfið heyrir beint undir rektor og er staðsett á háskólaskrifstofu.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Viðhalda og þróa gæðakerfi HR með áherslu á innra og ytra mat, sjálfsmat og úttektir
- Leiða og samhæfa stefnumiðað umbótastarf innan HR og tryggja eftirfylgni við stefnu skólans
- Greina gögn og niðurstöður úr matsferlum og veita faglega ráðgjöf um umbætur
- Stuðla að umbótamenningu og markvissum ferlum innan allra sviða háskólans
- Undirbúa og samræma skýrslugerð, árangursmælingar og eftirfylgni með stefnumarkmiðum
- Samskipti við ytri aðila, m.a. opinberar stofnanir og samstarfsháskóla, varðandi gæðamál í samráði við rektor
- Viðhalda upplýsingum um gæðamál á vef HR og kynna gæðamál fyrir starfsfólki
- Veita stuðning og fræðslu til starfsfólks og stjórnenda varðandi gæði og stefnu
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af gæðastjórnun og umbótastarfi, innan háskóla er kostur
- Greiningarhæfni og góð tök á vinnslu og túlkun gagna
- Góð færni í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
- Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð færni og lipurð í mannlegum samskiptum
- Leiðtogahæfileikar og geta til að vinna þvert á einingar
- Góð tölvukunnátta og nákvæmni í vinnubrögðum
Umsóknarfrestur og nánari upplýsingar
Umsóknum um starfið skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstutt hæfni viðkomandi fyrir starfið.
Nánari upplýsingar veita Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, sviðsforseti tæknisviðs ([email protected]) og mannauðsdeild Háskólans í Reykjavík ([email protected]). Umsóknarfrestur er til og með 8. ágúst 2025. Umsóknum skal skilað í gegnum vef Háskólans í Reykjavík. Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.

