Rangárþing eystra
Rangárþing eystra

Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa

Rangárþing eystra auglýsir laust til umsóknar 100% starf aðstoðarmanns byggingarfulltrúa. Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa starfar með skipulags- og byggingarfulltrúa við almenna meðferð byggingarmála samkvæmt lögum um mannvirki svo sem við móttöku og yfirferð séruppdrátta, úttektir, mælingar, samskipti við umsækjendur, hönnuði, stofnanir og fleira. Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem er tilbúinn til þess að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf.

Helstu verkefni og ábyrgð

·         Úttektir og eftirlit með byggingum og framkvæmdum.

·         Yfirferð aðal- og séruppdrátta.

·         Skráning mannvirkja, fasteigna og landeigna í skráningarforriti Fasteignaskrár.

·         Umsagnir vegna rekstrar- og starfsleyfa.

·         Skráningar í Mannvirkjagátt og málakerfi sveitarfélagsins.

·         Útsetning lóða og aðrar mælingar.

·         Samskipti við hönnuði, byggingaraðila, stofnanir og íbúa.

·         Ýmis önnur tilfallandi verkefni á sviði skipulags- og byggingarmála.

Menntun, reynsla og hæfniskröfur

·  Krafa er um háskólapróf sem nýtist í starfi eða iðnmenntun á sviði byggingamála.

·         Reynsla á sviði skipulags- og byggingarmála er kostur.

·         Þekking á forritunum AutoCAD og Qgis er æskileg.

·         Góð almenn tölvukunnátta skilyrði.

·         Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum skilyrði.

·         Þekking á lagaumhverfi skipulags- og byggingarmála er kostur.

·         Skipulagshæfileikar og nákvæm vinnubrögð.

·         Góð færni til að tjá sig í ræðu og riti.

·        Frumkvæði í starfi og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Реклама створена 4. November 2024
Кінцевий термін подання заявки29. November 2024
Мовні вимоги
ІсландськаІсландська
вимагається
Досконалий
АнглійськаАнглійська
вимагається
Високий
Розташування
Austurvegur 4, 860 Hvolsvöllur
Тип роботи
Навички
PathCreated with Sketch.Архітектор (домобудівник)PathCreated with Sketch.Інженер-будівельникPathCreated with Sketch.ДомобудівництвоPathCreated with Sketch.Людські стосунки
Професії
Мітки роботи