Menntastoðir
Nám í Menntastoðum samanstendur af almennum bóklegum greinum á 2. þrepi. Námið er ætlað þeim sem stefna á nám við undirbúningsdeildir háskóla, þeim sem vilja ljúka framhaldsskóla eða þeim sem vilja efla hæfni sína í bóklegum greinum. Einnig má meta nám í menntastoðum til eininga í bóklegum greinum iðnnáms. Hægt er að taka staka áfanga í Menntastoðum.
Fyrirkomulag náms:
Námið er byggt þannig upp að tveir áfangar eru kenndir í einu í fimm vikur í senn. Hver áfangi hefst með fjarfundi á laugardegi og í kjölfarið fer námið fram á netinu í vendikennslu. Athugið að mikilvægt er að mæta á fyrsta fjarfund svo að námið gangi vel fyrir sig. Allir fyrirlestrar eru teknir upp fyrirfram og aðgengilegir námsmönnum í gegnum netið.
Námsmenn hafa aðgengi að kennara í vinnustofum á mánudögum eða miðvikudögum milli kl. 17:00 - 20:00 í gegnum netið. Þar geta nemendur fengið aðstoð og leiðsögn við gerð verkefna frá kennara. Þar fyrir utan er nemendum frjálst að nýta sér aðstöðuna í SÍMEY og hafa þar aðgengi að ráðgjöfum og verkefnastjórum.
Námsmat:
Námsárangur er metinn með símati í formi verkefna, ekki eru haldin eiginleg lokapróf í áföngunum.
Eftirtaldar námsgreinar eru kenndar á vorönn 2025 (birt með fyrirvara um breytingar):
- Stærðfræði 2 - Hefst 1. febrúar kl. 10. Aðgengi að kennara á mánudögum kl. 17:00 - 20:00 frá 3. febrúar til 3. mars.
- Íslenska 2 - Hefst 1. febrúar kl 13. Aðgengi að kennara á miðvikudögum kl. 17:00 - 20:00 frá 5. febrúar til 5. mars.
- Danska - Hefst 8. mars kl 10. Aðgengi að kennara á mánudögum kl. 17:00 - 20:00 frá 10. mars til 7. apríl.
- Enska 2 - Hefst 8. mars kl 13. Aðgengi að kennara á miðvikudögum kl. 17:00 - 20:00 frá 12. mars til 9. apríl.
- Stærðfræði 3 - Hefst 12. apríl kl. 10. Aðgengi að kennara á mánudögum kl. 17:00 - 20:00 frá 14. apríl til 12. maí.
- Lokaverkefni - eftir samkomulagi
Sjá nánar námskeiðslýsingar og hæfniviðmið í námsskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.
Hafið samband við Helenu (helena@simey.is) eða Önnu Maríu (annamaria@simey.is) fyrir frekari upplýsingar um nám í Menntastoðum.
Námið hefst þann 1. febrúar 2025.