

Heyrnarfræði BSc í fjarnámi við Örebro
Frá haustinu 2024 verður BSc gráða í heyrnarfræði kennd í fjarnámi í samstarfi milli Háskólans á Akureyri, Háskólans í Örebro og Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands.
Í fyrsta sinn er hægt að nema heyrnarfræði á Íslandi, námið er kennt með blönduðu sniði, þ.e. bóklega námið er alfarið fjarnám og verður hluti fyrirlestra á sænsku með textun á ensku og aðrir á ensku.
Verknámið fer fram á Heyrnar- og talmeinastöð í Reykjavík, svo ekki er gerð krafa um að farið sé til Örebro á námstímanum. Það er ófrávíkjanleg krafa að nemendur mæti í verknámið sem spannar um 20 vikur á námsstað ( HTÍ Reykjavík). Ekki er komin nánari tímasetning á verknámsloturnar.
Lesefni, verkefni og próf eru á ensku.
Skráningargjald er kr. 75.000 á ári, samtals kr. 225.000 fyrir þriggja ára nám.