
Iðan fræðslusetur

Hagnýting gervigreindar í iðnaði
Lærðu að nýta ChatGPT og gervigreind til að leysa raunveruleg verkefni á skilvirkari hátt – hvort sem þú ert stjórnandi, starfsmaður eða frumkvöðull.
Fyrir hverja:
Fyrir fagfólk, stjórnendur, frumkvöðla og aðra sem vilja nýta gervigreind og ChatGPT til að hámarka afköst og bæta vinnuferla í atvinnulífinu.
Markmið:
Að þátttakendur öðlist skilning og hagnýta færni í notkun ChatGPT og annarra gervigreindarverkfæra í eigin starfi.
Á námskeiðinu verður fjallað um:
- Grunnatriði í virkni gervigreindar og hvernig hún nýtist í iðnaði.
 - Hagnýtingu ChatGPT í daglegum verkefnum.
 - Leiðir til að setja upp árangursrík samskipti við gervigreind.
 - Notkun ChatGPT við texta-, mynd- og talvinnslu.
 - Dæmi um raunhæf verkefni úr atvinnulífinu.
 - Algengar villur og hvernig má forðast þær.
 
Að loknu námskeiði á nemandi að:
- Þekkja hvernig ChatGPT og önnur AI-verkfæri virka í grunninn.
 - Nýta ChatGPT við fjölbreytt verkefni í starfi á árangursríkan hátt.
 - Beita réttum spurningastíl og nálgun til að hámarka gæði úttaks frá gervigreind.
 - Meta hvenær og hvernig er best að nota gervigreind í sínum starfsvettvangi.
 
Aðrar upplýsingar:
- Þátttakendur þurfa að hafa með sér fartölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma og greidda áskrift að ChatGPT.
 - Kennt er á íslensku.
 - Námskeiðið er í boði sem staðnám, hægt er að halda það einnig í fyrirtækjum.
 - Leiðbeinendur eru sérfræðingar frá Javelin AI, sem hafa sérhæft sig í gervigreindarfræðslu fyrir fyrirtæki frá árinu 2023.
 
Починається
21. Nov 2025Тип
На сайтіПоділитися
Надіслати повідомлення 
Поділитися
Копіювати URL-адресу 
Категорії 
Більше від Iðan fræðslusetur 
Autodesk Revit Architecture grunnnámskeið
Iðan fræðsluseturНа сайті15. Nov
Læsa, merkja, prófa
Iðan fræðsluseturНа сайті13. Nov
Listin að gera jólakokteil
Iðan fræðsluseturНа сайті12. Dec
Acrobat Pro og önnur samskiptatól í hönnun
Iðan fræðsluseturНа сайті12. Nov
Autodesk Inventor fyrir blikksmiði og stálsmiði
Iðan fræðsluseturНа сайті15. Oct