Sviðsljós – engin smá auglýsing
Sviðsljós er besta auglýsingapláss sem Alfreð hefur að bjóða á sínum eigin miðlum. Auglýsingaborðinn birtist ofarlega milli nýjustu starfa á vefsíðu og í appi Alfreðs.
Fyrst og fremst á Alfreð
Sviðsljós er með því fyrsta sem notendur Alfreðs sjá, bæði í appinu og á vefnum. Sviðsljós birtist sjö daga í senn. Þar sem Alfreð er að jafnaði með ríflega 100.000 virka notendur á mánuði þá nær Sviðsljós til þúsunda notenda á hverjum degi.
Aðalatriðin
•Stærð: 1940×500 pixlar (Billboard)
•Birtingartími: 7 dagar
•Verð: 49.000 kr. + vsk
Viltu setja vinnustaðinn þinn eða starfsauglýsingu í Sviðsljós?
Vinnustaður
Skráðu þig inn á Umsjón fyrir þinn vinnustað og smelltu á Sviðsljós, hnapp efst á síðunni. Alfreð mælir með því að fylla vel út í prófíl fyrirtækisins og uppfæra fyrir birtingu í Sviðsljósi.
Starfsauglýsing
Skráðu þig inn á Umsjón og búðu til auglýsingu eða veldu auglýsingu í birtingu sem þú vilt koma í Sviðsljósið. Þar er í boði Aukaþjónusta og undir henni má velja Sviðsljós til að auglýsa starfið. Athugið að þetta Sviðsljós hættir að birtast ef viðkomandi starfsauglýsing er tekin úr birtingu.
Sjá nánar á aðstoðarsíðu.
