Skíðasvæðið í Stafdal
Stafdalur er við þjóðveg nr. 93 milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða.
Á svæðinu eru 3 skíðalyftur og aðstaða fyrir alls konar skíðafólk.
Byrjendalyftan er kaðallyfta sem er um 100 metra löng og aðeins opin um helgar og hátíðardögum.
Neðri lyfta er diskalyfta um 900 metra löng og hefur 190 metra hæðarmismun.
Efri lyfta er diskalyfta um 700 metra löng og hefur 160 metra hæðarmismun.
Skíða- og snjóbrettaleiga er á svæðinu og skáli fyrir alla gesti.
Stafdalur hefur mjög skemmtilega gönguskíðabraut sem er um 5 km og er hún ávallt troðin þegar tími vinnst til.
Ýmis hlutastörf á skíðasvæðinu í Stafdal
Ýmis störf á skemmtilegasta skíðasvæði landsins!
Laus eru til umsóknar ýmis hlutastörf við skíðasvæðið í Stafdal.
Vinna í skemmtilegu umhverfi og sem hluti af frábæru teymi yfir vetrarvertíðina.
Um er að ræða fólk á troðara og lyftuverði. Þjálfun verður veitt eftir þörfum.
Athugið að unnið er að mestu um helgar.
Leitað er að aðilum með reynslu, áhuga og drifkraft til þess að vinna að því að gera skíðasvæðið enn betra en það er í dag.
Næsti yfirmaður er forstöðumaður skíðasvæðisins. Um tímavinnu er að ræða og ráðningartími frá janúar - maí 2025.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þjónusta og aðstoð við notendur.
- Sala á aðgangskortum.
- Leiga á skíðum og öðrum búnaði.
- Troðsla á skíðasvæðinu.
- Undirbúningur svæðis að hausti.
- Viðhald troðara og lyftu.
- Að öryggiskröfum skíðasvæða sé fullnægt.
- Samskipti við notendur svæðisins.
- Lyftuvarsla, eftirlit með lyftum og önnur störf sem þarf að sinna.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Færni í mannlegum samskiptum, góð samstarfshæfni og jákvætt viðmót.
- Sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði og drifkraftur.
- Hæfni til að bregðast við óvæntum aðstæðum og vilji til að taka þátt í breytingum.
- Geta og réttindi til troðslu.
- Kunnátta í skyndihjálp er kostur.
- Reynsla af vinnu með vinnuvélar og reynsla af viðgerðum og viðhaldi tækjabúnaðar kostur.
- Bílpróf kostur.
- Hreint sakavottorð.
- Ástríða fyrir útivist mikill kostur.
Fríðindi í starfi
Frítt vetrarkort í lyftuna
Auglýsing birt27. september 2024
Umsóknarfrestur26. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaMeðalhæfni
EnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Stafdalur, Fjarðarheiði
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiÖkuréttindiSkipulagSkíðiSkyndihjálp
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Kranamaður - We are hiring a mobile crane operator
Einingaverksmiðjan
Iðnverkamaður óskast
Ísfix ehf
Vélamaður á Hólmavík
Vegagerðin
Verkefnastjóri/Lagerstjóri
Steinsteypan
Múrari / We are hiring a mason and a steel fixer
Einingaverksmiðjan
Starfsfólk í vöruhús Samskipa
Samskip
Bifvélavirki / Car mechanic
Íslenska gámafélagið
Véla- og tækjastjóri
Þingvangur ehf.
Starfsmaður í vöktun og almenn viðhaldstörf
Íslenska gámafélagið
Hlutastarf - Útkeyrsla á mat
Ráðlagður Dagskammtur
Vélvirki - Mechanic
Golfklúbburinn Keilir
Aðstoðarmaður blikksmiðs hjá Blikk ehf.
Blikk ehf.